Fćrsluflokkur: Bloggar

Taktu lýsi og borđađu fisk

Maturinn fór dálítiđ skakkt ofan í mig í hádeginu.  Ingibjörg Sólrún og Mörđur Árna heiđruđu okkur VÍSara og kynntu sín helstu mál.  Ţetta var frekar pínlegt fyrir ţau ađ rölta á milli borđandi fólks og spjalla um stefnur og kosningamál.  Afskaplega leiđinlegt svona í hádeginu.

Samfylkingin er líka dottin í sama pittinn og Framsókn gerđi hér fyrir nokkru.  Lofa 5000 nýjum störufm.  Ţau eru reyndar hógvćrari en Framsókn sem lofađi 12000 nýjum störfum á sínum tíma.  En ţetta selur víst og hljómar vel.  Ég hef velt ţví fyrir mér hvađ hefđi gerst ef öllum ţessum störfum hafi ekki veriđ lofađ.  Ţá vćrum viđ heldur betur illa stödd.  En hver eru ţessi 12000 nýju störf? 

Ţar sem ég er pólitískt viđundur hef ég ekki međ góđu móti ákveđiđ hvađ ég á ađ kjósa eftir mánuđ.  En ég sannfćrist hćgt og rólega um hvađ ég ćtla ekki ađ kjósa.


Sunnudagsmorgun

Var vaknađur rúmlega átta í morgun.  Vakti strákinn um hálf níu, en hann er ađ keppa međ FH á Faxaflóamótinu sem er um ţessar mundir.  Ţađ verđur gaman ađ sjá hvernig ţeim gengur. 

Ţađ er komiđ vor, eđa svona er ađ bresta á.  Um daginn settist ég út í garđ međ blöđin og sötrađi kaffi.  Ţetta var eftir vinnu.  Ţađ var ósköp ljúft.  Ég hlakka til ţegar viđ skríđum meira inn í voriđ og sumariđ.  Ţađ er stutt i ađ viđ sćkjum tjallann okkar úr geymslu.  Ţá er náttúrulega komiđ sumar.  Ferđalög og ýmislegt brall.


Kaffi klukkan hálf tíu

Eftir ađ hafa skutlađ stráknum á fótboltaćfingu klukkan rúmlega níu var hellt uppá kaffi, blöđin lesin og svo smá netráp.  Ţađ er fínt ađ byrja helgina svona.  Ekkert stress og vesen. 

Í vikunni sem er ađ líđa skráđi ég nokkra hressa Ţórólfa til göngu ţann 07.07.07.  Glerárdalshringinn.  Ég endađi einnig letifríiđ mitt og er byrjađur ađ skokka og hreyfa mig aftur eftir um mánađar langa pásu.

Ţađ er rétt rúmur mánuđur í fyrstu ferđ Ţórólfa.  Birnudalstinda.  Ţađ er frekar krefjandi ganga.  Eitthvađ fleira gerum viđ ţá helgi.  Eitthvađ veriđ ađ velta sleđaferđ til Grímsvatna fyrir sér.  Kemur í ljós.

Sumarfríđ mitt verđur óttalega tćtingslegt.  En ţađ verđur skemmtilegt.


Föstudagurinn ţrettándi

Mér varđ ţađ til óhapps ađ hafa kveikt á sjónvarpinu og hlusta, međ öđru eyra, á Kastljósţátt kvöldsins.  Ţćr voru ţar til skrafs, Ragnheiđur Elín Árnadóttir frá Sjálfstćđisflokki og Kristrún Heimisdóttir frá Samfylkingunni.  Ragnheiđur byrjađi á ađ sýna hroka og yfrlćti sem á ekki ađ sjást eđa heyrast í sjónvarpi.  Toppađ ţar meira ađ segja brandara Geirs Hilmars um sćtu stelpuna og hvađ mćtti notast viđ.  Hrćđilegt hjá henni.  Kristrún átti sína slöppu spretti líka.  Sífellt gjammandi og grípandi fram í fyrir Ragnheiđi.  Ég held ađ ţćr vilji láta taka sig alvarlega.  Ţađ er ekki hćgt.  Ekki ţegar ţćr haga sér svona.  En ţáttinn má vćntanlega sjá á ruv.is

Föstudagurinn ţrettándi er greinilega óhappadagur.  Hundur í óskilum bjargđi ţví sem bjagđa var - en ţeir komu fram í sama ţćtti.  Snillingar

 


Hólímakkaróní

Ég var ađ dunda mér á netinu og komst ađ ţví ađ víst er Ísland hluti af USA.  Eđa USA hluti af Íslandi.  Vćntanlegt framsókarţingmannsefni suđurnesja Helga Sigrún Harđardóttir er međ meistarapróf frá Oklahoma háskóla á Keflavíkurflugvelli

Jámm.


Nú skal öllu tjaldađ til

Sjálfstćđismenn blésu í lúđra í dag.  Landsfundur međ öllu ţví fagra sem slíkur fundur býđur uppá.  Nú koma krassandi loforđ sem sauđsvartur pöpullinn fellur fyrir.  Já. 

Framsókn hélt sinn landsfund fyrir stuttu síđan.  Loforđaflaumurinn vćntanlega veglegur.  Ég hef ekki náđ ađ setja mig inn í hann.  En ađ öllum líkindum er hann álíka fagur og Sjálfstćđismenn koma til međ ađ bera fram. 

Ég renndi augum yfir lista loforđa ţessara flokka frá ţví fyrir síđustu kosningar, sem birtur var í einhverju blađi um daginn.  Árángurinn er ekkert stórkostlegur.  Eiginlega til skammar.

En ţađ er bara allt í lagi.  Ný loforđ á fjögurra ára fresti... jú og svo sakar ekki ađ setja upp bros, auglýsa eins og vitleysingur og haga sér eins og ....

 


Ammćli í löngum bunum

Hlynur á ammćli í dag.  Ég rölti mér til hans áđan, en hann hafđi skoppiđ út ađ borđa međ stelpunum sínum.  Gott hjá honum.  Til haminju međ daginn kúturinn minn.

Og hún skottulía frćnka mín, Stefanía Arna átti ammćli í gćr.  Til hamingu međ gćrdaginn skotta.


Svo gott - svo gott

Ljúfur og góđur dagur. 

Lćriđ í ofninum.

Snillingarnir í Tvíhöfđa brugđust ekki frekar en fyrr.

Málshátturinn:  Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verđur daglega.

 


Veit svei mér ţá ekki

Frekar miklir öfgakallar fyrir minn tebolla.  Ég vil sjá ţá mótmćla á jóladag.


mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Án efa gott mál - en ein spurning sem vaknar

Kannski er ţetta ekki neitt, en samt veltir mađur ţví örlítiđ fyrir sér ađ einn eigandi Götusmiđujunnar er Marsibil Sćmundsdóttir, ein af vonarstjörnum Framsóknarflokksins. 

En ađ sjálfsögđu er gott mál ađ Götusmiđjan komist í varanlegt og gott húsnćđi.


mbl.is Götusmiđjunni bođiđ húsnćđiđ ađ Efri-Brú
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband