Er ekki lífið dásamlegt?

Ég er lökkí bastard, þannig er það nú bara.  Ég fór austur fyrir fjall eftir vinnu til að skoða gæsir og freista þess að plamma niður eins og eina.  Ég var kominn þangað rétt fyrir sjö.  Klæddi mig og arkaði af stað.  Það er ekki nema rétt um eins og hálfs kílómetra gangur að þeim stað þar sem ég hafði ákveðið að leggjast.  Strax og ég var kominn, og væntanlega einnig áður, var mikið um flug.  Meira að segja komst ég oftar en einu sinni í príma færi - en ekkert gekk hjá mér.  Ég vil kenna því um að ég var ekki með mína byssu, heldur eðaltvíhleypu sem ég hef að láni.  Ég hefði betur skotið nokkrum skotum úr henni áður svona til að læra aðeins á hana.  En helsta ástæðan fyrir lélegum aflabrögðum er örugglega sú að ég er skelfilega léleg skytta og hef því miður verið afskaplega latur við að æfa mig.  En ég hef lofað sjálfum mér því að bæta mig og hef því skráð mig í Skotvís og fylgir aðild að Skotreyn með í pakkanum.  Æfing... æfing... æfing.  Og náttúrulega þolinmæði.  

En það var frábært að fylgjast með gæsunum og álftunum sem flugu þarna í hundruða vís.  Það eitt nægði mér.  Að vera einn með  sjálfum sér í náttúrunni og fylgjast með því sem fyrir auga ber toppar nánast hvað sem er.  Ég var þarna fram í brúnamyrkur.  Veðrið var milt, rigning og logn. 

Það verða betri aflabrögð seinna í haust.  I can feel it in my bones.

Svo styttist í rjúpnaveiðitímabilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband