Færsluflokkur: Bloggar

Vegasamgöngur milli landsfjórðunga vega töluvert upp á móti slæmu radíósambandi við Kolbeinsey

Ég sagði félaga mínum, Kaupfélagsstjóranum, gátubrandara:

Hvað væri það besta við að búa í Hafnarfirði?  Þar byggju aðeins 300 Framsóknarmenn.

Honum fannst það ekkert fyndið.

Já ég veit... ég er húmorslaus.


Þegar óskhyggjan verður möguleikanum yfirsterkari á lokakafla massaðra skósveina

Einn dag enn og svo langþráð páskafrí.  Ég hakka mikið til, ekki það að ég ætli að framkvæma eitthvað mikið eða merkilegt.  Nei, stefni að því að gera frekar lítið af því.  En hver veit. 

Eitthvað ætla ég mér að ganga, annað hvort á fjöll, fell eða eitthvað út í buskann.  Nú eða þá liggja bara á bumbunni og melta óhóflegt magn af súkkulaði og lambakjöti.  Sem ég borða þó ekki á sama tíma.   mmmmm páskaegg.


Dásemd

Þetta er náttúrulega fögur snilld.  En ég er þó viss um að Baggalútar toppi þetta með sinni útgáfu.

 


Plan B?

... það er spurning...
mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er alveg gjörsamlega fyrirmunað að átta mig á þessu

Oft verður maður orðlaus, kjaftstopp, gapandi hissa, klummsa og alveg gjörsamlega krossbit.

Ég varð það í morgun þegar ég heyriði í morgunfréttum Rúv viðtal við iðnaðarráðherra.  Hvað meinar maðurinn?  Fresta hverju?


Um þetta vil ég segja eftirfarandi...

Páll Ásgeir á það til að vera gráglettinn.  Spámaðurinn ber þess augljós merki.

Hafnfirðingar kusu rétt

Í viðtali við útvarpið segir forstjórinn verksmiðjuna orðna eins hagkvæma og hún geti orðið miðað við núverandi tækni. En alltaf megi þó reyna að gera betur

Er hún ekki strax að opna á þann möguleika að draga til baka því sem haldið hefur verið fram, af hálfu Alcan, að höfnunin sé upphafið að endalokunum?


mbl.is Erfið ákvörðun en nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona að endingu - og í upphafi

Það var merkilegt að heyra á kosningakvöldinu, forstjóra Alcan á Íslandi segja að kosningabaráttan ,,hafi á vissan hátt verið ósanngjörn".  Ég tók nefnilega einmitt eftir því líka.

Annarsvegar var Alcan með upplýsingamiðstöð í Firði.  Fjölmiðlafulltrúa, kosningateymi, heilsíðuauglýsingar dag eftir dag í blöðum, útvarpsauglýsingar, úthringingar.  Ásamt því að halda úti heimasíðu.  Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan sagði að það væri bara alls ekkert óeðlilegt við það að fyrirtækið legði allt í sölurnar, það væri jú mikið undir.  Samtök atvinnulífsins studdi Alcan með öllum meðölum.  Meira að segja var framkvæmdastjóri félagsins mættur á kynningarfund Hafnarfjarðarbæjar til að tala máli Alcan.  Orkufyrirtækin auglýstu mikið undir heitinu Samorka.  Einnig hélt Hagur Hafnarfjarðar úti öflugu starfi,  heimasíða ásamt því að vera með beinan áróður og auglýsingar, meðal annars heilsíðuauglýsingar í prentmiðlum svo sem Fjarðarpóstinum og Víkurfréttum.

Hinsvegar var Sól í Straumi.  Félag húskarla og kerlinga.  Heimasíða, auglýsingar (ég tók eftir þeim í Fjarðarpóstinum og Víkurfréttum) og kynningar, svo sem við Bónus.  Framtíðarlandið beitti sér eitthvað síðustu vikuna.

Jú ég sé vissulega að kosningabaráttan hafi verið ósangjörn.  Meira að segja mjög ósanngjörn.  En ég bara sé ekki yfir hverju hún var að kvarta.

Niðurstaðan er ljós, þó litlu hafi munað.  Núna höfum við góð spil á hendi.  Við erum í forhönd... nú er bara að spila rétt út.


Naumt var það

Greidd atkvæði 12747

Með stækkun  6299

MÓTI 6.387

Ógildir 71 atkvæði

Og ég sjálfur.... til hamingju með afmælið.  31. mars - frábær dagur.


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór dagur

Þar sem ég er sérlega jákvæður sagði ég

SmileNEISmile


mbl.is Yfir 8.500 manns hafa kosið í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband