Tilhlökkun og mikið af henni

Stefán Jónsson, veiðimaður, rithöfundur, útvarpsmaður og alþingismaður segir frá tilhlökkuninni og gildi hennar í bók sinni, Lífsgleið á tréfæti með byssu og stöng.

Hún er nefnilega annað og meira en aðdragandi einhvers sem gerist vonandi...

... Markmiðið er að ná hámarks nýtingu - sextíu sekúndna virði af gleði - úr hverri mínútu veiðiferðar sem byrjar með tilhlökkun löngu áður en lagt er af stað í hana og verður kannski aldrei farin.

Svo mörg voru þau orð.  Þessa bók hef ég lesið ótal sinnum ásamt öðrum bókum og greinum um veiðar.  Hvort heldur er um stang- eða skotveiði.  Eins get ég gleymt mér yfir dvd myndum um þessar íþróttir.  Mig langar til að vera mikill veiðimaður, er það ekki.  Gutl mitt við stöngina og þetta litla sem ég hef handleikið byssuna hefur gefið mér mikið, en ég hef upplifað tilhlökkunina í gegnum þessar bækur og myndir og hefur það dugað mér.  Þar til núna.  Um síðust helgi fór ég í fyrsta sinni á alvöru gæsaveiðar.  Það var magnað að upplifa allt flugið, sjá gæsir í hundruðavís fljúga um öll Skeiðin, en eins og ég hef sagt skaut ég ekkert.  EN þessi upplifun var frábær og ég ætla núna að hamra járnið og fara aftur núna á föstudaginn.

Ég aulaðist út með minn þunga rass strax eftir vinnu og mundaðist leiðindin.  Ég gekk mun meira núna en síðast.  Var frekar slæmur í fótunum, beinhimnubólga.  Ég stefni á að fara í göngugreiningu, fá mér almennilega skó, er að djöflast á gömlum görmum og síðast en ekki síst - halda áfram... halda áfram... Markmiðið er skýrt og stefnan tekin þráð beint á það.

En það eru tölur engu að síður (frekar glataðar):
Dags:  16.09.09
Tími:  00:30:39
Meðalpúls:  126
Hámarkspúls:  171
Brennsla:  322 kcal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Mér var bent á að hlaupa í háum fótboltasokkum (svona sokkum til að taka af allan vafa um hvað ég á við http://www.footballwear.net/img_big.php?file=s4.jpg&o_size= ) til að berjast við beinhimnubólgu og það virkaði í mínu tilfelli! Ekki fer ég nú hratt yfir samt... 

Karl Hreiðarsson, 25.9.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband