Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 11. desember 2006
Melabúðin á hálendinu
Í Mogganum í gær, sunnudag, er furðuleg grein eftir Jakob Björnsson fyrrverandi orkumálastjóra. Þar veltir hann því fyrir sér hvers vegna byggðarlög sækjast eftir að fá álver. Niðurstaðan sem hann dregur saman er ekki góð; um leið og búið er að hola einu stykki af álveri þá er það ekki tekið aftur. Þess vegna vilja byggðarlög fá þannig "traust" fyrirtæki til sín. Þau fara ekki næstu árin. Þessi ágæti maður virðist ekki vilja sjá aðra möguleika.
Ein af ástæðum þess að byggðarlög vilja fá eitt stykki álver, eða aðra stóriðju, til sín er sú að annað hefur ekki verið í boði. Það viriðst vera þannig að búið sé að grípa í það hálmstrá sem á að redda öllu og því verður ekki sleppt. Hvað sem það kostar. Ekki fyrr en búið er að álvæða allt landið. Og eyðileggja það sem hægt er að eyðileggja. Öðrum möguleikum er ekki gefið tækifæri. Að setja öll eggin í sömu skál hefur aldrei gefist vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. desember 2006
Ójá, einmitt svona
Holtið er alveg að gera sig. Fórum þangað á föstudagskvöldinu með RJC. Stemningin góð, maturinn fínn og félagsskapurinn alveg frábær. Áttum sem sagt góðar stundir þar. Eftir grappa og kaffi var farið í heimahús og vorum þar fram undir morgun. Frábært kvöld. Laugardagurinn var ekki alveg jafn góður. En við tökum ekki svona hraustlega á því nema í mestalagi einu sinni á ári og þá eru náttúrulega einhverjar fórnir sem þarf að færa.
Það var virkilega gaman að spjalla við gömlu félagana hjá RJC.
Í dag vorum við vöknuð snemma og skelltum okkur ásamt Tobbu austur á Flúðir í laufabrauðsgerð. Fjöldaframleiðsla. Við vorum með 60 stykki. Það hefur teki Kristínu nokkur ár að koma mér upp á bragðið af þeim. Það er að takast. Núorðið finnst mér fínt að narta í þau.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. desember 2006
Allt í pati
Svona var aðkoman hjá mér í morgun....
lyklaborðið í klessu og allt í pati....
Minn kæri jólavinur að verki og kunni til verka. Það tók mig töluverðan tíma að komast inn í tölvuna og logga mig inn. En það hafiðst að lokum.
Og stríðið heldur áfram gegn kfc.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. desember 2006
Fáðu þér bita
Ég var að flétta hátíðarblaði Bistró, snilldar blað. Við eigum örugglega eftir að nálgast hugmyndir þar. Ég veit samt ekki hvort það verði á aðfangadagskvöld, maður er pínulítið fastur í einhverju sem verið hefur. Hamborgarhryggur, ja nema maður yrði svo heppinn að komast yfir eins og sex, átta rjúpur, þá yrði kátt í kotinu. Ég hef ekki haft rjúpur í jólamatinn síðust fimm sex jól. Ég sakna þess - en kann ekki að bera mig eftir björginni.
Gamlárskvöld hefur verið meira kvöld tilrauna. Ég hef gert tilraunir með andabringur þær hafa heppnast vel. Ég hef aldrei heílsteikt kalkúna en ef ég myndi fara í stórfuglaeldun held ég að ég myndi vilja leika mér með bringurnar en ekki heilan fugl. En það er langt í gamlárskvöld og óþarfi farast úr áhyggjum strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. desember 2006
Hagur í heilsu
Actavis, hagur í heilsu. Núna ætlar þetta ágæta fyrirtæki að reyna að uppfylla þær kröfur um að selja Íslendingum samheitalyfin, sem það framleiðir, á lægra verði. Þessi lyf sem Acatvis framleiðir hér á landi eru seld m.a. í Danmörku á mun lægra verði en hér. Og hvernig ætla þessir ágætu menn að fara að. Jú, með því að flytja framleiðsluna úr landi.
Ég fatta þetta því miður ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Hef ekki hugmynd
Fjörtíu mínútur á skíðavélinni og svo heitur pottur á eftir. Kom svo heim og eldaði rautt pasta. Hefði verið fínt að opna eina chianti með þvi, en létum það ógert. Maður er allur á niðurleið.
Næsta föstudagskvöld er stefnan tekin á Holtið. Vinnan hjá Kristínu í jólaskapi. Ég hlakka mikið til. Fékk að vita hvað matur og vín verða á boðstólnum - verð að segja að maður heldur varla vatni. Langt síðan maður hefur farið eitthvað gott út að borða.
Svo er stefnan tekin á laufabrauðsgerði á laugardeginum, förum væntanlega austur á Flúðir og bökum þar. Það er að skapast hefð fyrir þessu.
Þetta er nú bara upptalning og lítið skemmtilegt aflestrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
Í vaskinn með hann
Einn leiðinlegasti dónaskapur sem ég veit um er þegar gripið er fram í fyrir öðrum. Það finnst mér ömurlegt. Þeir og þær sem þetta gera skortir töluvert upp á að kunna almenna mannasiði. Ég þekki nokkuð af fólki sem þetta gerir. Og mér leiðist að tala við það. Hægt og rólega læt ég mig hverfa þegar þau byrja. Enda í hvert skipti sem maður ætlar að tjá sig eitthvað er gripið fram í fyrir manni.
--oo--
Eins áttaviltur í pólitík og ég er, er ég þó búinn að ákveða að kjósa ekki Frjálslyndaflokkinn. Margar ástæður liggja þar að baki. Ein af þeim er sandkassaleikurinn sem þar er stundaður:
Nonni Magg kemur og spyr hvort strákarnir vilji nú ekki vera memm. Hann ætti fullt af vinum sem myndu líka vilja vera memm og koma að leika. En hann vildi sko ekkert leika við stelpur, og þess Magga væri bara leiðinleg og ekkert gaman að hafa hana með. Hún væri svo mikil frekja. Ef þeir myndu reka hana úr hópnum myndi hann gefa öllum strákunum nammi og svo myndu þeir fara í alvöru strákaleiki. Addi Kitta Gau er sko alveg til í að vera memm með svona töffara eins og Nonni Magg er. Hann segir Möggu að hann sé hættur að vera vinur hennar og hann vilji ekki leika meira við hana. Hún væri bara ekkert skemmtileg lengur og pabbi hennar væri leiðinlegur líka.
Þetta er einfalda útgáfan. Guðjón, formaður flokksins, var ekki fagmannlegur í Kastljósinu í kvöld. Hann var æstur og frekur. Það var ekki sjón að sjá hann eða heyra í honum. Svörin sem hann gaf voru oftar en ekki út úr kú, og æsingurinn mikill. Mér blöskraði. Ég held að hann hefi ekki unnið sér inn nein prik hjá þeim sem voru að hugsa um að kjósa Frjálslynda. Hólíkrapp.
--oo--
Ég er enn í uppreisn og heilögu stríði gegn KFC. Endilega skellið logóinu inn á síðuna ykkar. Þið fáið ekkert borgað fyrir það - en málefnið er gott. Hér er linkurinn í lógóið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 3. desember 2006
Cat delux
Hákon Burkni og Hafdís Katja, til hamingju með daginn og til hamingju með skírnina.
Þetta er búið að vera hálf skrítin helgi. Mætti í vinnu í gærmorgun um klukkan hálf tíu og var þar til hálf tvö. Ágætt, en maginn var gjörsamlega á hvolfi. Mátti hafa mig allan við að missa ekki bara allt niður um mig. Þegar ég kom svo heim gerði ég ekki mikið. Vermdi setuna. Dagurinn í dag hefur verið svipaður. Ótrúlegt hve mikið hægt er að ,,losa" sig við án þess að innbyrgða nokkuð. Ég hef þjáðst af vökvatapi og almennu máttleysi ásamt harðsperrum í maganum. Verið algjör aumingi.
Sunnudagskvöld. Fátt að gera nema sitja með tölvuna í fanginu og með annað augað á sjónvarpinu. Skjár 1, Frægir í form. Mjög frægt fólk. Ég veit hver Árni Johnsen, Þorgrímur Þráinsson og Gaui Litli er. Veit ekki hvert hitt fólkið er. Mjög frægt örugglega. En merkilegt fyrir hvað hann Gaui litli er frægur. Að vera feitur. Ótrúlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. desember 2006
Og hér er það
Takk Karl Ágúst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. desember 2006
Ég bara varð
Það er alveg merkilegt hvað maður lærir seint og illa. Í þau fáu skipti sem við ösnumst til að versla við KFC verð ég alltaf hálf fúll. Yfirleitt út af því hve maturinn er í raun ólystugur og vondur - en þó aðallega vegna þess að í hvert skipti sem við ætlum að fara að borða þetta (kaupum og tökum með heim) þá vantar eitthvað; Einn skammt af frönskum, einn bita, einn borgara, gosið eða eitthvað annað. Og auðvitað lætur maður þetta fara í taugarnar á sér. Maður borgar engar smá upphæðir fyrir þetta. EN núna stend ég upp og segi hátt og snjallt. Ég fer í heilagt stríð gegn KFC. Mig vantar bara hönnuð til að teikna logo, svona anti KFC logo.
Er það ekki?
Og til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt 2.12.2006 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)