Færsluflokkur: Bloggar

Plögg og ekkert annað en Plögg

Endilega kíkið á þennan trailer.  Er þetta ekki önnur snilldin frá Vesturportinu?


Göfugur maður

Æ, ég veit það ekki.  Hann komst ekkert upp með þetta. 


mbl.is Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með matnum

Núna fyrir hátíðarnar hef ég nokkuð verið spurður að því hvað vín henti með hinum og þessum mat.  Oftar en ekki verða úr slíku spjalli skemmtilegar vangaveltur um vín og mat, matargerð og hefðir.

Ég hef mikinn áhuga á matargerð og oftar en ekki spái ég dálítið í hvað vín myndi nú passa með þeim mat sem ég er að elda.  Það kemur líka fyrir að að ég elda mat sérstaklega í kring um eitthvað ákveðið vín sem mér hefur áskotnast.  Það er þó undantekning.  Stundum eru gerðar tilraunir en stundum eru ekki teknir neinir sénsar.

Fyrir um ári birti ég grein á heimasíðu Freistingar um vín með hátíðamatnum.   Þar stiklaði ég á þeim helstu réttum sem eru á borðum um jólin.  Sjálfur er ég svo vanafastur að það kemst ekkert annað en malt og appelsín að hjá mér á aðfangadagskvöldi.


Jólapappírinn

Bing Crosby, White Christmas.  Klassík.  Lag sem kemur manni í jólaskap.

Máninn kominn eftir að hafa verið í Kópavoginum um helgina.  Gott að fá hann heim.  Ég setti hann í að læra textann sem hann á að fara með í jólaleikritinu sem hann tekur þátt í .  Á meðan hann var í því stóð ég í straueríi, Kristín í jólakortagerð.  Nóg um að vera. 

Við fórum í bæinn í dag og kláruðum nánast öll jólagjafainnkaupin.  Bara einn lítill strumpur eftir.  En við vitum hvað það á að vera svo eiginlega er þetta bara búið. . . Eigum reyndar eftir að nálgast jólatréð.  Held að það verðið stafafura eins og síðustu ár.  Ef við finnum fallegt eintak. 

Hamborgarhryggurinn kominn í ísskápinn.  Máninn pantaði humar í forrétt....


Sunnudagur fyrir Þorláksmessu

Jæja, það er búið að kaupa flest allar jólagjafir.  Foreldrar barna sem eiga von á jólagjöfum frá okkur mega eiga von á hávaðasömum gjöfum, trommum, lúðrum, flautum og öðrum ásláttar- og blásturshljóðfærum.  Þið þakkið okkur fyrir þegar börn ykkar eruð orðnir þekkt sem einleikarar.  Við gerðum okkar besta og hananú.

Dagurinn í gær var nokkuð þéttur.  Ég var mættur í vinnu klukkan hálf tíu.  Vinnufriður, fínheit og töluverðu afkastað, allavegana gekk mér alveg ágætlega með það sem uppúr stóð á mínu borði.  En eitthvað verð ég frameftir í næstu viku. 

Eftir vinnu renndum við okkur á Laugaveginn.  Það var frábært.  Miðbærinn í smá kulda er frekar jólalegur.  Kórar að syngja, fólk að spila á hljóðfæri, jólasveinar og önnur kátína.  Skoppa á milli búða og skoða og spjalla.  Við þetta komst ég í jólaskap.  Skýtið.  Svo fórum við aðeins í Kringluna og það var eins og við manninn mælt, jólaskapið fauk út í veður og vind.  Laugavegurinn fær 10 í einkunn, sérstaklga búðin í húsi númer 76.  Takk.  Kringlan og Smáralind 3,5. 

Eftir þetta alltsaman skellti ég mér í ræktina og hamaðist eins og fullvaxin marfló í 35. mínútur á skíðavélinni.  Þið getið rétt ímyndað ykkur það...  En potturinn á eftir var algjör toppur.  Kvöldið fór svo í innpökkun og í að hlusta á Hauk Morthens.  Diskinn, Í hátíðarskapi.  Kemur mér alltaf í jólaskap.  Ég held að Ólai Gaukur hafi útsett.  Tímalaus klassíker.

Vika í að við stormum til Regínu frænku - það er að segja ef hún ætlar að halda sinni hefð að bjóða til sín sínu fólki á þessum ágætisdegi.  Við mætum allavegana.  Er það ekki?


Upp í kok

Það var með mikilli ánægju og gleði sem ég las pistil Guðmundar Steingrímssonar á blogginu hans.  Þar tekur hann Björn Inga Hrafnson og pakkar honum saman með bravör.  Ósmurt.


Ha, ha, ha

antikfc

Vildi bara viðhalda baráttunni!


Þetta getur nú bara ekki verið

Var að vinna til klukkan sjö í gærkvöldi.  Kristín sótti mig og var stefnan sett á eitt helsta musteri bæjarins, Kringluna, til að taka þátt í jólagleðinni.  Þar var sko fjör.  Fólk á þönum fram og til baka og flestar búðir af fullar fólki og mikið um að vera.  Við tókum þátt í þessu af fullum þunga og ég held að við höfum náð að klára nánast allt saman.  Svona næstum því.  Það er eitthvað eftir til að dunda sér við um helgina.  Búðaráp er ekki mín sterkasta grein, og ég á það til að missa nærri heilsuna við það eitt að hugsa um að þurfa að fara standa í slíku veseni.  En í þetta skiptið hafði ég undirbúið mig andlega í nokkra daga svo þetta var bærilegt. 

Við skriðum heim um klukkan hálf tíu ánægð með afraksturinn og stefnum á að klára jólagjafainnkaupin um helgina.  En það verður nú væntanlega einhver vinna hjá mér líka.  Sem sagt nóg að gera.

Er svo ekki bara sys mætt aftur í blogheima.... frábært


Ég ræð þessu öllu

Ég er sérlega lukkulegur með vinnustað og vinnufélaga.  Fólkið sem ég vinn með er upp til hópa snillingar.  Sem skemmtilegt dæmi má nefna að á föstudagsmorgnum kveikir einn vinnufélaginn á Rás 1 stundvíslega klukkan níu og óskastund Gerðar G. Bjarklindar fær að hljóma.  Það kemur yfir mig einhver nostralgía, þetta eru lögin sem maður heyrði í óskalagaþáttum sjómanna og sjúklinga þegar maður var púki á vestur á Ísafirði.  Þá var ekki búið að finna upp Rás 2 eða Bylgjuna.  Í fyrstu var ég ekki viss hvernig ég ætti að taka þessu - en í dag er þetta ómissandi.  Um daginn þá var þessi vinnufélagi minn í fríi, en þá voru aðrir sem hlupu undir bagga og Gerður G. hljómaði sem aldrei fyrr.

Á þessum tíma, í kring um jólin, á maður til með að láta hugann reika aftur í tímann.  Jólin á Ísafirði og jólin í Djúpinu.  Þau voru eiginlega best og mest jóla.  Síðustu ár er maður samt að upplifa jólin upp á nýtt í gegn um kútinn.  Hann er reyndar poll rólegur yfir þessu og er ekkert að kippa sér upp við þetta stúss.  Jólin koma.  Við vorum að reyna að veiða hann í kvöld hvað honum langaði í jólagjöf.  Einhverjar hugmyndir fæddust.

Vikan hjá mér í ræktinni er þrek og úthald.  Engar lyftingar heldur skal tekið á þvi á skíðavélinni eða bretti.  40 mínútur lágmark, sex daga í röð.  Það verður lyft í næstu viku. 


Vangaveltur

Ég á ekkert í þessu.  Fékk póst rétt áðan og gat ekki stillt mig.

Þessi hljómsveit er nýbúin að skipta um söngvara en að öðru leyti er hún eins. Lagið er líka alltaf eins.

Hljómsveitin Íhaldið er úr Reykjavík. Hún hefur gefið út nokkrar plötur en einhverra hluta vegna er það bara þetta eina lag sem náð hefur einhverjum vinsældum meðal áhangenda hennar.

Íhaldið er því nokkuð skýrt dæmi um það sem kallað er "one hit wonder" í bransanum.

Önnur lög hljómsveitarinnar hafa einhvern veginn alveg fallið dauð niður og vakið litla hrifningu.

Þetta eru lög eins og "Tæknileg mistök", "Hlerum, hlerum", "Bombum Írak", "Þegar ég vaknaði um morguninn og Varnarliðið var farið" , "Rándýra Ísland", "Biðröðin við Mæðrastyrksnefnd", "Ég missi ekki svefn út af misskiptingu", "Bush var vinur minn", "Sætasta stelpan á ballinu," "Verðbólgudraugurinn gengur aftur", "Þenslan er komin", "Hæstu vextir í heimi", "Við þurfum enga stefnu (því við erum bara við, gamla Íhaldið...)", "Ó, Friedman!", "Hver er þessi Whole Foods?", "Saman á ný í herbergi - óður til aldaðra", "Muniði Falun Gong?", "Mér var víst mútað af Baugi", "Ég skipa þig í Hæstarétt, vinur", "Aldrei fór ég til Kárahnjúka", "Kolkrabbabúggí", "Fjölmiðlalögin (syrpa)" og síðast en ekki síst "Keyrum upp húsnæðisverð með 90% lánum og breytum þeim svo aftur í 70%, hey!"

Þetta síðasta var arfaslakt -- um það eru flestir sammála, bæði gagnrýnendur og almenningur -- en það má segja það Íhaldinu til málsbóta að það var samið af upphitunarhljómsveitinni.

Eitt uppáhaldslagið mitt, persónulega, um þessar mundir með Íhaldinu er hin hugljúfa ballaða "Hvers vegna ert aldrei kjur?" sungin af Selfosshnakkanum Árna Matthíesen, draumkennd vangavelta um krónuna, stöðugleikann og efnahagslífið almennt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband