Færsluflokkur: Bloggar

Smá föl og allt í steik

Tók 45 mínútur að komast úr Hafnarfirði í vinnuna.  Þetta ekki margir kílómetrar.  Púff.

Svo hef ég bara verið í veseni í dag.  Hólímakkaróní


Puðið gegn mörinni

Nú er það hafið og engin miskun.  Hálfs mánaðar leti er búin og nú er það harkan sex sem gildir.  Eftir vinnu í gær voru teknar 47 mínútur á skíðavélinni, þar af 40 mínútur á útopnu.  Það tók þó nokkuð margar mínútur til að koma svitakirtlunum og mörbræðslunni í gang.  Að velgja mörinn.  Allt þetta salt, saltpétur og önnur bindiefni ríghéldéldu í sitt og neituðu að sleppa, en með með þrjósku hafðist að koma vélinni af stað.  Og þá byrjaði maður líka að svitna.  Það var gott.  Eftir góðar teygjur var svo skriðið ofan í heitan pott í nokkrar mínútur.  Ég er sem sagt byrjaður aftur.  Í kvöld verður lyft.


Það sem ég sagði ekki - en annar gerði

Oft les maður eitthvað eða heyrir og vildi óska þess að manni hafi dottið það í hug.  En þá er ekki annað í stöðunni en nota klippa og líma og að sjálfsöðu geta þess hvaðan línurnar eru fengnar.  Gísli Ásgeirsson var með fínan pistil á síðunni sinni um daginn.  Birti hluta af honum hér:

,,Eftir ótal gjafir Álvers bónda stendur eftir spurningin: Um hvað á að kjósa? Álverið keypti lóðina undir stækkunina fyrir nokkrum árum. Mér skilst að rekstrar-og byggingarleyfi séu fyrirliggjandi og það eina sem er eftir, sé að afgreiða skipulagið. Kannski eigum við að kjósa um skipulag með álveri eða skipulag án álvers? Hvað veit ég? Ef ég ætti svona stóra lóð og fengi ekki að byggja á henni, yrði ég álíka saltvondur og Álftnesingurinn sem fær ekki að byggja á lóðinni sinni því hún er of nálægt heimili forseta bæjarstjórnarinnar sem tók sig til í sumar og bjó til tjörn á henni því honum fannst hún svo ljót. Þetta er vont mál fyrir Nesmennina og endar með málaferlum og skaðabótum og eflaust verður bærinn að kaupa lóðina aftur á fullu verði. Þessi staða gæti komið upp í Hafnarfirði.
Ég held að þrátt fyrir íbúalýðræðið margumrædda verði kosningin höfð þannig að álverið verður samþykkt. Það hentar bæjarstjórninni ekki að hætta við á elleftu stundu sem væri á við rofnar samfarir og það hefur hingað til ekki þótt gott. Bæjarstjórninni væri í lófa lagið að setja ákvæði um 50% kjörsókn og afgerandi meirihluta. Þess vegna verða kosningarnar ekki samfara þingkosningum í vor, því þá er hætta á góðri kjörsókn. Með góðum vilja er hægt að keyra mál í gegn og kalla það lýðræðislega ákvörðun."

Ég held að þetta geti vel orðið niðurstaðan, en það er líka hægt að koma í veg fyrir það.  Eða?


Rotuðum jólin

Við rotuðum jólin algjörlega með sannkallaðri veislu heima hjá Boggu og Þráni í gærkvöldi, Þrettándann.  Hittumst öll stórfjölskyldan (að mestu leyti) og nutum góðs matar og félagsskapar.  Siggi og Sigþóra komu að norðan með litla strútinn, sem stal senunni.

Á föstudagskvöldinu fórum við með Mánann austur á Flúðir, en hann átti inni helgarheimboð hjá frændum sínum.  Sátum yfir spjalli og kaffi nokkuð frameftir sem þýddi að við vorum seint á ferðinni heim.  Ég fór svo í vinnu á laugardagsmorgni, frekar þreyttur.  Vann dálítið fram eftir degi.

Dagurinn í dag, sunnudagur, fór svo í að sofa aðeins út og bruna svo á Flúðir og sækja guttann.  Ég tók með GPS tækið sem Kristín gaf mér í jólagjöf, svona til að prufa gripinn.  Setti inn punkta áður en við lögðum af stað, langaði til að sjá hvernig tækið virkaði.  Það átti að vísa okkur leiðina, en allt kom fyrir ekki.  Það vildi snúa við alla leiðina til Hveragerðis, en þá slökktum við á því.  Held að ég viti upp á mig klaufaskapinn.  Tækið er sem sagt í fínu lagi en eigandinn ekki.

Ég skrifaði nú ekki mikið um skaupið um daginn.  Átti ekki til orð.  Víkingur bróðir skrifaði heldur ekki mikið. Bara nokkur orð.  En Staksteinar Morgunblaðsins vitnaði samt í okkur báða 3. janúar.  Hehehe.

Að rota jólin merkir, eftir því sem ég best veit, að kveðja þau með myndarlegri veislu á síðasta degi.


Forsíðan á Fréttablaðinu í morgun

.... miðað við fyrirsögnina þá er hafið stríð.

Álverinu í Straumsvík lokað ef ekki verður af stækkun

Ég hef þó lesið það einhversstaðar, haft eftir forsvarsmönnum álversins, að það standi ekki til að loka því þó það verði ekki stækkað.   En það selur nú ekki.  


19 janúar 2007

Endurskrifið dagbækurnar ykkar 
Það er 19 janúar sem blívur en ekki átjándi

foreldrar2

Fullt af slóðum....hér...og...hér


18 janúar 2007

Loksins.

parents

Allt um myndina hér.


Upp með sokkana

Veðrið er ótrúlegt.  Við Kristín fórum í röskan göngutúr nú í kvöld.  Það er logn og hiti við frostmark.  Norðurljósin í öllu sínu veldi og stjörnurnar.  Gerist ekki betra.

Eftir rúma viku ætla Þórólfar að hittast og byrja að plana og hugsa um ferðir sem verða farnar í sumar.  Ég er með nokkrar hugmyndir að stuttum en skemmtilegum ferðum.  Hef verið að lesa Bíl og bakpoka eftir Pál Ásgeir.  Stefnum á Esjugöngu og hitting í kjölfar hittingsins.  Ég hlakka til.

 


Humm

Skaupið... já Skaupið.

Svo kom nýtt ár

new_year2

GLEÐILEGT ÁR KÆRU VINIR 
TAKK FYRIR ÁRIÐ SEM ER A LÍÐA
VONANDI VERÐUR ÁRIÐ 2007 OKKUR FARSÆLT OG GOTT

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband