Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Álverið í Straumsvík
Rannveig Rist segir það það sé ekkert að marka niðurstöðu könnunar sem var gerð meðal Hafnfirðinga fyrir jól, þar sem spurt var hvort svarendur væru með eða móti álverinu. 51% voru á móti. Það er ekkert að marka því nú er komið breytt deiliskipulag sem á að kjósa um. Getur ekki verið að Hafnfirðingar séu hreinlega á móti stækkun Álversins. Það má lengi berja höfðinu við steininn. Ég er með kúlu.
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Helgi
Þetta var fín helgi. Á föstudagskvöldinu var okkur boðið á frumsýningu Foreldra. Fínasta mynd og strákurinn að standa sig virkilega vel. Myndin var kannski ekki gallalaus. Það hefið mátt nostra við klippingu og hljóð. En sögurnar og leikurinn var góður.
Laugardagurinn fór í ýmistlegt stúss og örlitla leti, gott í bland. Og í gær var svo Esjuganga. Fórum upp að Steini. Veðrið var alveg frábært. Dálítið frost, nánast logn og útsýnið eins og best verður á kosið. Ef veðrið verður skaplegt næstu helgi, fer ég alla leið. Þegar heim var komið var þeyttur rjómi, búið til súkkulaði og bakaðar vöfflur. Svona eiga sunnudagar að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Foreldrar
Enn og aftur gratúlera ég Vesturportara. Ekki annað hægt. Þið eruð frábær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Upp á fjöll eða út í buskann
Ég sat áhugaverðan fund í morgun í vinnunni sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Það kemur fyrir að ég sitji fundi og ekkert meira um það að segja. Gluggatjöldin voru dregin frá og útsýnið ofan af efstu hæð, þar sem fundurnn var, er dásamlegt. Sólin var að koma upp og byrja að skína á Esjuna, Vífilsfellið í allri sinni dýrð og Bláfjöllin að byrja að baðast í sólinni. Og ég sat inni. Þá allt í einu og óforvarindis hugsaði ég með mér - hvað í ósköpunum er ég að gera. Af hverju kem ég mér ekki út. Á þetta við mig að sitja á krumpunni alla daga teljandi baunir? En þetta var bara skot og eftir nokkur andartök var ég kominn aftur niður á jörðina - en mig langði út.
Gönguskórnir fengu spesíal trítment í kvöld, g-vax og strokur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Foreldrar
Stutt í frumsýningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Lausnin
Það góða við að hamast á hlaupabretti og skíðavél er að þá getur maður látið hugann reika. Gott eftir erilsaman dag að taka til í hausnum. Oft á tíðum kemur þá einhver vitleysan í ljós sem búið hefur um sig og stekkur fram. Stundum fullskapað meistaverk, stundum hálfköruð vísa en oftast eru þetta bara brot sem maður tekur upp og veltir fyrir sér hvort hafi einhvern tilgang. Á tuttugustu og sjöundu mínútu í puðinu mínu í dag spratt fram lausn á öllum vanda launafólks. Lausnin birtist mér uppljómuð og mér leið eins og ég hafi séð ljósið. Í þessu landi óstöðugrar krónu, verðbólgu og ofurvaxta, þar sem lán eru verðtryggð og almennur launamaður semur stundum til margra ára í senn, og oft eftir mikið erfiði og hefur kannski lítið upp úr krafsinu. Fyrst verðtryggingin er ekkert á leiðinni í burt er ekki það eina rétta að verðtryggja launin? Ég bara spyr. Pæling
Það er farið að draga til tíðinda hjá Nágrannanum. Spurning hvernig þetta endar allt saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Helgarsprok
Sá Kalda slóð á föstudagskvöldinu. Þröstur Leó, Helgi Björns og Hjalti Rögnvalds ásamt öðrum leikurum voru skratti góð, myndataka og útlit alveg til fyrirmyndar en sagan sjálf var ekki góð. En þetta var ágætasta mynd. Á laugardagskvöldinu sá ég svo Mýrina. Hún var mjög góð og gekk allt upp. En ég er ekki alveg sáttur við Ingvar Eggert í hlutverki Erlends. Hann sýndi snilldar takta og allt það en það vantaði hrukkurnar í andlitið og að hann væri dálítið lifaður. Myndin var góð.
Í dag var svo gengið á Esjuna. Upp að Steini.
Það var frábært. Formaðurinn bauð svo í kaffi,
kruðerí og spjall á eftir, þar sem við fórum yfir
hvað okkur langar til að ganga næsta sumar.
Planið lítur svona út í grófum dráttum.
Maí: Birnudalstindar, garpaferð (einmitt, rétt svona)
Júní: Hornstrandir, tjald og bakpoki
Júlí: 24 tindar á 24 tímum, Glerárdalshringurinn
Ágúst: Ekki alveg ákveðið ennþá, hugmyndabankinn opnaður
Svo verða dagsferðir og annað skemmtilegt á boðstólnum.
Eins gott að koma sér í form.
Bloggar | Breytt 15.1.2007 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Nágranninn
Nágranninn. Ég bíð spenntur eftir hverjum kafla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Álverið í Straumsvík - stækkun, nei takk
Og enn er ég við sama heygarðshornið. Skæri og lím á lofti.
"Sjónmengun eykst til muna. Álbræðslan og línumannvirkin verða risastór sama hvernig reynt er að smækka þau í orðræðunni þessa dagana.
Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun:
Svifryk frá bræðslunni fer úr 470kg í 1.175kg á sólarhring (250% aukning)
Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270kg í 675kg á sólarhring (250% aukning)
Brennisteinsdíðxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring (250% aukning)
CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring.(250% aukning)
Ekki má heldur gleyma kerbrotunum sem urðuð eru í flæðigryfjum en magn kerbrota fer úr 8,4 tonn í 21 tonn á sólarhring.(250% aukning)
Að sjálfsögðu verður mengunin frá verksmiðjunni eftir stækkun vel undir heilsuverndarmörkum, enginn hefur haldið því fram að hér eigi að fórna mannslífum eins og skilja mátti á Tryggva Skjaldarsyni starfsmanni Alcan í morgunútvarpi RUV í morgun. En engu að síður þýðir þessi mengun töluvert lakari loftgæði í Hafnarfirði en eru þar í dag. Starfsmaður umhverfisstofnunar sagði t.d. að við kæmum mun oftar til með að sjá gula brennisteinsmengun frá álbræðslunni eftir stækkun á veðurstilltum dögum en við gerum í dag. Það að stækkun álbræðslunnar snúist bara um sjónmengun er ekki rétt. Spurningin um stækkun snýst m.a. um það hvort að Hafnfirðingar sætta sig við lakari loftgæði í Hafnarfirði en þeir búa við í dag."
Af heimasíðu Sólar í Straumi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Rétt rúm vika
Bloggar | Breytt 11.1.2007 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)