Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Yfirgangur
Hvernig getur þetta gerst. Ætt af stað án þess að leyfi liggi fyrir. Frekja og yfirgangur af verstu sort. Hvað ef leyfið fæst ekki?
![]() |
Framkvæmdir stöðvaðar við vatnsleiðslulögn í Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Alveg þess virði að skoða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Neðri hluti Þjórsár
Þetta skiptir okkur öll máli. Ef skrefið verður stigið verður ekki farið til baka. Okkur ber að sýna landinu virðingu. Vonandi heyrist rödd fólksins.
![]() |
Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Matarverð
Ég var að velta því fyrir mér hvers vegna Bónus sættir sig við að 27 króna álagningu á hvert kíló af dönskum kjúklingabringum en finnst ekki nóg að leggja 130 krónur á hvert kíló af íslenskum kjúklingabringum. Ég reikna þó með að íslenska varan sé keyrð í hverja verslun af framleiðanda, án kostnaðar fyrir Bónus. Pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Ójá
Nú fyrir skömmu hlaut Andri Snær Magnason íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Draumalandið. Hann er vel að þeim kominn. Fyrir um mánuði síðan hlaut hann önnur verðlaun fyrir bók sína og má segja að þau verðlaun hafi komið meira á óvart. Ungir Sjálfstæðismenn veittu honum frelsisverðlaun SUS. Ákveðið steitment hjá þeim.
Ég held að vel flestir, ef ekki allir, sem lesa bókina með opnum huga, verða fyrir einhverskonar uppljómun og sjá hlutina í öðru ljósi. En svo eru líka aðrir sem eru með svo rækilega bundið fyrir augun að þeir sjá ekki neitt. Geta það ekki. Vilja það ekki.
Svo eru enn aðrir sem gagnrýna bókin og finna henni allt til foráttu, án þess einu sinni að hafa lesið hana. Ekki einu sinni opnað hana. En telja hana þó vera eitt stórt bull. Hún er það ekki.
Til hamingju Andri.
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Ehemm
Þorramatur í hádeginu í dag. Smakkaðist alveg ljómandi vel. En maður lætur þetta bara eftir sér einu sinni á ári... ja kannski að maður stelist í hákarl svona við og við. Ummm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Kúkur í lauginni
Eins og alla daga þá skellti ég mér í ræktina eftir vinnu. Gott að taka vel á því og puða almennilega. Nú brá svo við að ég var spurður hvor ég ætlaði nokkuð í laugina, þegar ég sýndi laugarskírteinið. Og áður en ég gat svarað almennilega var mér tjáð að útilaugin væri lokuð. Einhver hafði skitið í hana.
Ég púlaði eins og vitlaus maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Tafs og þú veist, þúst
Í fyrradag var þáttur á RÚV um íslensku tónlistarverðlaunin. Þar voru kynntir þeir listamenn sem tilnefndir eru sem bjartasta vonin. Það var gaman að hlusta á pælingar þeirra um sína tónlist og hvað þau eru að gera. En það sem mér þótti einna skemmtilegast við þessi viðtöl, var hversu vel þau komust frá sínu. Pétur Ben, Elfa Rún og strákarnir í Jakobínurínu voru ekki tafsandi eða stamandi, segjandi sömu orðin aftur og aftur; þúst (þú veist).
Það er allt of algeng að viðmælendur í útvarpi og sjónvarpi geta ekki orðað hugsun sína á einfaldan hátt, heldur hnoða saman vitinu / leysunni og binda, með ýmiskonar tafsi og þú veist, þúst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Örlítið
Lagði Esju undir fót fyrripartinn í dag. 58 mínútur upp að Steini. Ánægður með það. Nú er bara að bæta það enn betur.
Frostið var að fara úr henni, frekar drullug fyrir vikið. En þetta var fínasti sunnudagsgöngutúr.
Bloggar | Breytt 29.1.2007 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Matreiðsluþættir
Eitt skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég horfi á, af því litla sem ég horfi á í sjónvarpi, eru matreiðsluþættir. En síðustu eitt til tvö ár hefur mér þótt þættir á borð við Nigellu og Jamie Oliver vera orðnir heldur yfirdrifnir. Reyndar hefur blessunin hún Nigella alltaf farið frekar í taugarnar á mér. Ég er ekki alveg að fatta þetta með að vera með fingurna í matnum og yfirdrifin látalæti. Svo eru reyndar oft uppskriftirnar lítið spennandi hjá henni. En það leynist einn og einn moli sem gerir það að verkum að ég sit og horfi á herlegheitin. Jamie Oliver er dálítill töffari en á það til að vera yfirdrifinn en uppskriftirnar hjá honum er meira spennandi og áhugaverðari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)