Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Í fullu starfi...
...við að vera ekkja.
![]() |
Yoko Ono kom í veg fyrir sýningu heimildarmyndar um John Lennon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Ullarsokkur
Í dag skaust ég úr vinnunni og í apótekið. Stuttur skreppur. Þegar ég kom út skein sólin beint á mig. Ég gekk af stað og fór að hugsa hvers vegna í ósköpunum ég væri að vinna innandyra. Þessar hugsanir koma alltaf upp í hugann um þetta leyti árs og magnast fram eftir vori. Þá dreymir mig um að snúa við blaðinu og byrja upp á nýtt. Gera eitthvað allt annað en það sem ég starfa við. Helst koma mér í góða vinnu utandyra. Þetta ágerist fram eftir sumri og bráir ekki af mér fyrr en seint á haustin. Eftir sumarfrí. Eftir sem svarar einni góðri meðgöngu. Sem fer jafnvel fram yfir.
Þessa dagana er ég að glugga í ferðalýsingu Páls Ásgeirs um Laugarveginn. Vísarar stefna á að fara næsta sumar og ef vel stendur á göngum hjá mér stefni ég á að skella mér. Ég fór þessa leið sumarið 2005 og lofaði mér þá að fara aftur.
Ég er dálítill ullarsokkur, svona inn við beinið allavegana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Sól í Straumi
Ég hef mikið dálæti á heimasíðu Sólar í Straumi. Til að breiða út boðskapinn sæki ég þangað efni annað slagið. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að segja NEI við stækkun.
- Alcan í Straumsvík verður eftir stækkun stærsta álver í Evrópu og óljóst er hversu mikið fyrirtækið mun stækka til viðbótar þegar gamla verksmiðjan verður endurnýjuð. Mengun frá álverinu myndi aukast verulega við stækkun og losun gróðurhúsaloftegunda myndi verða jafn mikil í Straumsvík og af öllum samgöngum á Íslandi.
- Stækkun álversins í Straumsvík þýðir lakari loftgæði í Hafnarfirði. Mengunarlosun á sólahring verður eftir stækkun: 2.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum, 9,3 tonn af brennisteini, eitt tonn af svifryki, og 700kg af flúor. Þessi mengun skiptir Hafnfirðinga miklu máli þá 40-50 daga á ári sem vindáttin dreifir menguninni beint yfir bæinn.
- Nú þegar liggja fyrir áætlanir einkaaðila um hafnfirska íbúabyggð fyrir vestan Straumsvík og innan tíðar verður bærinn farinn að teygja sig í vestur með ströndinni. Við teljum að risaálver eigi alls ekki heima í þéttbýli og alls ekki á framtíðarbyggingalandi Hafnarfjarðarbæjar.
- Fulltrúi Alcan lýsti því yfir á dögunum að ef ekki væri álver í Straumsvík í dag, kæmi sú staðsetning ekki til greina fyrir nýtt álver sökum staðsetningar í þéttbýli. Við erum honum sammála.
- Stækkun í Straumsvík mun þýða verulega sjónmengun á álverslóðinni sjálfri sem verður eftir stækkun jafn breið og hún er löng í dag.
- Verði af stækkun munu stærstu línumannvirki Íslandssögunar vera lögð ofanjarðar í gegnum útivistarsvæði Hafnfirðinga sunnan Helgafells sem og í gegnum átta sveitafélög á suðvestur- og suðurlandi. Línumannvirkin munu hafa í för með sér verulega sjónmengun í upplandi höfuðborgarsvæðisins og í sveitum landsins. Alcan í Straumsvík þarf í framleiðslu sína jafn mikið rafmagn og öll höfuðborgin með allri sinni íbúa- og atvinnubyggð.
- Samþykki Hafnfirðingar stækkun í Straumsvík munu þrjár virkjanir í Þjórsár verða settar í framkvæmd þrátt fyrir andstöðu íbúa á svæðinu. Með því að segja nei við stækkun leggja Hafnfirðingar mikilvægt lóð á vogaskálarnar til verndunar íslenskrar náttúru.
- Þegar talað er um auknar tekjur Hafnfirðinga af álverinu við stækkun er horft fram hjá þeirri staðreynd að tekjurnar munu aukast umtalsvert án stækkunar á næstu árum. Fyrir dyrum standa skattalagabreytingar sem eru óháðar stækkun og fyrirframgreiðslur á hafnargjöldum renna út. Jafnframt hefur ekki verið reiknað út hvaða aðrar mögulegar tekjur Hafnarfjarðarbær getur haft af svæðinu ef ekki verður af stækkun. Því ber líka að halda til haga að við skattalagabreytingarnar lækka heildarútgjöld Alcan til íslensks samfélags þó svo hlutur Hafnarfjarðar aukist til muna.
- Þegar talað er um auknar tekjur af álverinu fyrir Hafnfirðinga þarf að kynna líka hvaða áhrif þreföld stækkunar mun hafa á fasteignaverð á Völlum, í Áslandi og á Holtinu. Það hefur heldur ekki verið kynnt hvað skuldir heimilanna munu aukast mikið vegna þenslu á framkvæmdatíma og hvaða önnur ruðningsáhrif stækkunin mun hafa í Hafnarfirði á framkvæmdatímanum og í framtíðinni.
- Það er mikill misskilningur að á krepputímum bíði störf eftir atvinnulausum Hafnfirðingum í Straumsvík. Vegna þenslu á framkvæmdatíma er ekki hægt að gera ráð fyrir atvinnulausum Hafnfirðingum sem ganga í ný störf í stækkuðu álveri. Þeir starfsmenn sem ráðnir verða annarstaðar frá í nýtt álver starfa þar áfram komi til samdráttarskeiðs í Hafnarfirði.
- Það er ánægjuefni að Alcan hefur stutt íþrótta- og æskulýðsstarf í Hafnarfirði undanfarin ár. Það er hinsvegar mikill misskilningur að án Alcan hefði íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum þróast með öðrum hætti. Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir 1.155 milljónum til þessa málaflokks og framlag (auglýsingasamningur) Alcan á síðasta ári var 5 milljónir eða 0,4% af heildarútgjöldum bæjarins til málaflokksins. (heimild: www.hafnarfjordur.is)
- Því hefur verið haldið fram að hvergi sé hægt að framleiða ál á eins vistvænan hátt og á Íslandi. Staðreyndin er sú að rúmlega helmingur (55%) allrar álframleiðslu í heiminum er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum og því fráleitt að halda því fram að á íslendingum hvíli einhverjar skyldur í þessum efnum. Endurnýjanlega orkugjafa eins og á Íslandi er að finna t.d. í Rússlandi, Afríku, suður- og norður Ameríku.
- Í dag starfa 216 Hafnfirðingar i álverinu í Straumsvík, fyrirtækið er í mjög góðum rekstri og það er ekkert í kortunum sem bendir til þess að fyrirtækið fari og loki á næstu árum. Á heimasíðu Alcan segir: ,,Engar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður, bæði á tæknilegum mælikvörðum og í umhverfismálum. (heimild: www.alcan.is)
Orgínallinn er svo hér.
Og Ingþór, til hamingju með nýju síðuna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. mars 2007
Koma svo
Þetta hefur verið frekar erfiður dagur. Andvaka síðustu nótt gerir það að verkum að maður er ekki alveg upp á sitt besta.
En það verður æfing á eftir. Lyft. Massedda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. mars 2007
Í stuttu máli
Við hittumst í gær, næstum öll systkynin og fylgifé, ásamt mömmu í tilefni afmælisdags pabba. Hann hefði orðið sjötugur 2. mars. Þetta var fínn hittingur eins og alltaf. Enda erum við sérlega skemmtilegt fólk. Öllsömul.
Síðustu vikur, eða frá því fyrir jól, hef ég verið í huganum í útilegum. Lesið ferðalýsingar, skoðað landakort og myndir frá fyrri afrekum. Tilhlökkun fyrir komandi ferðaári er mikil.
Þá hefst ný vinnuvika innan skamms. Hún verður góð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Minn maður
Hvaða öfund er í gangi. Þetta eru eðlileg viðskipti, ég geri ráð fyrir að hver og einn myndi gera það sama og Bjarni Ármannsson gerði. Ég trúi ekki öðru.
Það er náttúrulega líka margt jákvætt við þetta. Hann hlýtur að greiða 10% fjármagnstekjuskatt sem eru um 38 milljónir. Það slagar nú hátt í eitt sendiráð í Afríku, Kína eða Antartíku. Pælið í því, skattar af einum viðskiptum standa undir annarri eins vitleysu og sendráðsflipp fyrrverandi utanríkisráðherra.
Hann á nú líka eftir að halda upp á stórafmæli. Annar eins söngvari og hann er fær náttúrulega bara Stones til að spila undir hjá sér og Jaggerinn syngur bakraddir. Fínt að byrja að safna fyrir því.
Söluhagnaðurinn er ekki nema um 95föld árslaun mín. Ég hefði gert það sama og hann.
![]() |
Bjarni Ármannsson kaupir og selur í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Ammæli
Til hamingju með daginn Kristín Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Helgi á enda
Þetta er búið að vera ljúf helgi. Í gær fengum við slatta af fólki í dögurð, sem heitir víst brunch á útlenskunni. Það var frábært. Vorum líka með forskot á bolludaginn. Það var sem sagt etið.
Í dag var Helgafellið lagt undir fót, fjórða skiptið á einni viku. Víkingur og Júlía fjölmenntu með mér. Þetta var fínasta ganga hjá okkur. Spjölluðum mikið á bakaleiðinni.
Annars bara leti og aftur leti.
Ný vika framunda. Frábært.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Launakröfur kennara
Kennarar eru örgglega ekki öfundsveriðr af hlutskipti sínu. Þó vinna þeirra sé án efa gefandi og mikilvæg er hún erfið og það er ekki hver sem er sem getur tekist á við kennslu svo vel sé. Því er ekki spurning í mínum huga að þeir eigi að vera með mannsæmandi laun. Hver svo sem þau eru.
En það er eitt sem pirrar mig dálítið. Það er endalaust verið að tína til vinnutíma og réttlæta alla skapaða hluti þannig. Í bæklingi sem barst inn um lúguna hjá okkur er sýnt hvað kennarar vinna mikið. Meira að segja er vinnuvikan sett upp svo allir geti nú séð að kennarar vinni. Frímínútur og lögbundnir kaffitímar (samtlas 5,72 klst. á viku) er einnig talið fram sem vinnustundir.
Á móti mætti segja:
Í hverju ári eru 52 vikur. Í hverri viku er helgi, 2 dagar, samtals 104 dagar á ári. Vinnuskylda kennara er frá lok ágúst til byrjun júni, sem þýðir að ekki er unnið júní, júlí og ágúst. Samtals 90 dagar. Miðað við bæklinginn fyrrgreindan eru frímínútur og lögbundnir kaffitímar um 23 klukkustundir á mánuði, eða um 26 dagar á ári. Nú í jólafrí fara 14 dagar og páskafrí 10 dagar. Ýmsir frídagar svo sem 1. maí, 17. júní og þessháttar 10 dagar. Veikindi 10 dagar, veikindi barna 10 dagar á ári. Samtals gerir þetta því 264 daga á ári. Við drögum þá frá 365 dögum og fáum út að kennarar vinna 91 dag á ári takk fyrir.
Ég veit að það er fáranlegt að setja þetta svona upp. Og þetta stennst ekki neina skoðun. En mér finnst líka hálf fáránlegt að fá sendan bækling heim um vinnutíma kennara.
Launakröfur þeirra eiga ekki að snúast um einhverjar mínútur. Ég vona og veit, að þeir eru að vinna sín störf að jafn miklum metnaði og aðrir. Ég ber virðingu fyrir þeim og þeirra störfum og styð þá heilshugar í baráttunni um sín kjör. En það hljóta að vera til beittari vopn í vopnabúrinu hjá þeim en þessi bælkingur og hótanir um verkföll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hvað viljið þið gera?
Það getur ekki verið annað en réttmæt krafa okkar sem búum í Hafnarfirið að fá að vita hver afstaða allra bæjarfulltrúa er varðandi stækkunina í Straumsvík. Eða er það einkamál hvers og eins?
![]() |
Vilja fá að vita hver afstaða fulltrúa Samfylkingar er til stækkunarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)