Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 7. desember 2007
Mont Blanc
Við Þórólfar hittumst í gærkvöld til að skoða myndir. Einn háfjallameistari kom og sýndi okkur myndir úr ferð sinni á Mont Blanc. Einhverjir Þórólfar hafa verið að gæla við það að puðast þangað upp.
Myndirnar voru magnaðar og þetta er ævintýri sem kitlar marga. Ég viðurkenni að mér þótti mikið til koma og spenntist nokkuð upp. En þegar háfjallameistarinn sagði okkur frá því að deginum áður en hann var þarna þá fórust fimm manns í fjallinu og vikunni á undan fjórir. Fólk fraus í hel og annað hrapaði til bana. Þá .... varð þetta minna spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Örtuð
Mikið á ég erfitt með að skilja sumt. Hvernig stendur á því að á meðan uppboðum á eignum fóks hefur fjölgað gríðalega mikið, segja bankarnir að vanskil hjá þeim séu í sögulegum lágmarki. Hvernig má það vera? Hvernig stendur á á því að þeir vantrúuðu, sem fjálglega berjast á móti kristinni trú og gera lítið úr henni, finnst bara allt í lagi að halda jólin hátíðleg. Og ekki koma með það kjaftæði að hátið hafi verið haldin hér á landi á löngu á undan kristnitökunni. Best að hætta þessu tuði, það hefur ekkert uppásig.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Alveg mega
Átján daga vinnutörn að baki. Flesta dagana var ég að vinna 13-14 tíma á dag. Vottaði fyrir þreytu undir það síðasta. Tók mér frí í dag og er því í þriggja daga helgarfríi. Jíbbjahæ. Þetta er ástæðan fyrir taumlaust lélegu bloggi síðustu vikna. Svo eftir helgi byrjar næsta törn. Áramótaútgáfan hjá VÍS verður með hefðbundnu sniði. Mikil vinna væntanlega í desember. Það er með sanni sagt að ekki leiðist manni þessa dagana. Síðasti dagur Kristínar hjá RJC í dag. Í kvöld förum við ásamt starfsmönnum RJC á Grillið á Hótel Sögu. Þar verður jóladinnerinn í ár. Skrítið til þess að hugsa að maður eigi ekki eftir að vera í neinu samskiptum við RJC það sem eftir er. Sjálfur vann ég þar í um fimm ár, Kristín búin að vinna þar í nærri 17 ár. Svo er allt búið. Kristín byrjar svo hjá Heklu strax á mánudaginn. Tekur þar við spennandi starfi. Mikið að gerast. Óskalisti Mána er í vinnslu.... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Búið að úthýsa Guði úr skólum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Til hamingju...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Þriðja leiðin - hvað með þá fjórðu
Stefán Máni, rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið í dag og kynnir þar þriðju leiðina í sölu áfengis. Hann er á móti ríkisreknum verslunum því hann er talsmaður frjálsrar verslunar, þess vegna stingur hann niður penna og fram kemur þriðja leiðin.
Ég er sammála honum um að vín í matvörubúðir er ekki góður kostur. Þar nefnir hann sérstaklega aukið aðgengi, en ég vil líka bæta við að þá muni úrvalið minnka. Samlíkingin hans við nammibarina er líka mjög góð.
Nú, í greininni færir hann rök fyrir því hvernig hann vilji sjá þetta í framtíðinni. Einkareknar áfengisverslanir, sem eru háðar ströngum skilyrðum, það yrðu gefin út ákveðin mörg leyfi sem yrðu seld dýrum dómi hæstbjóðenda. Aðeins ein búð í hvert hverfi, ein búð í hvern bæ. Allt fyrir frelsið?
Ég held að með því að útfæra þetta á þennan hátt muni "ástandið" (sem að mínum dómi er bara nokkuð gott) ekkert batna. Heldur muni þetta aðeins vekja upp enn meiri leiðindi en er í dag (reyndar verð ég ekki mikið var við þessi leiðindi, nema þá helst hjá einstaka þingmanni og í Vefþjóðviljanum).
Hvers vegna ætti Jón Jóhannesson að geta keypt öll leyfi til að selja áfengi í krafti þessa að hafa nægt fé á milli handanna á meðan Jón Jónson getur það ekki. Þó hefur Jón Jónsson áhuga, þekkingu og eldmóð til að takast á við þetta en skortir pening. Jón Jóhannesson hefur peninginn en bara áhuga á að græða á þessu. Í hverju felst þá þetta frelsi?
Stefán Máni er þess fullviss að áfengi sé eitur og því þurfi að stíga varlega niður. Er þá ekki farsælast að láta ríkið (okkur öll) standa í þessu, en ekki að einhverjir útvaldir séu kallaðir til, til þess að græða á þessu.
Ég vil frekar fara leið Baggalútsmanna, það mætti kalla hana fjórðu leiðina. Fá matvöru í vínbúðirnar. Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Bocelli
| |||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Jæja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. október 2007
Bölvar og ragnar - bölv og ragn
Fátt er eins hressandi og almennilegt bölv. Helvítis djöfulsins andskotans fávita sauðurinn þinn, notaði maður oft þegar maður vildi leggja áherslu á orð sín. Oftar en ekki var lítil meining á bakvið þetta en þetta þótt ógurlega töff.
Tinnabækurnar voru og eru góð uppspretta sæmilegasta bölvs. Kolbeinn átti það til að súrra saman fagursköpuðu bölvi sem fylltu heilu myndarammana. Þetta var svo magnað að maður fell nánast í stafi við það eitt að lesa ósköpin.
Í dag er maður frekar hógvær í þessu öllu saman. Eitt og eitt fuck læðist út úr manni ásamt shit-i annað slagið. Ég hef ekki ekki náð að verða mikið svona erlendis í bölvi og þaðan af síður tekið upp á því að þýða útlenskt (enskt) blót yfir á ástkæra. Þetta útlenska bölv, sem ég heyri, er í amrískum bíómyndum og þáttum. Það er ósköp fátæklegt og einfalt. Það samanstendur af þessu dæmigerða fuck og shit og er notað í óhófi, ásamt því að þau eru hnýtt við önnur orð svo sem, holy, asshole og svo framvegis. Við það að snúa þessu yfir á íslenskuna missir þetta einhvernvegin allan brodd. Heilagur kúkur hljómar ekkert sérlega vel hvað þá heilög serðing, þetta er bara asnalegt.
Því miður virðist það vera að í stað þess að læra að bölva sæmilega á íslensku og gefa þannig orðum sínum aukna merkingu nota krakkar fuck og shit í tíma og ótíma ásamt því að ofnota orðið semi(hálf, lítið, smá) samanber að vera semi svangur, semi syfjaður nú eða semi góður í fótbolta. Frekar dapurt.
Shiturinn titturinn er eina samsetningin sem ég man eftir þar sem útlenska og íslenska er hnýtt saman. Útlenska með íslenskum greini og íslensku endaorði. Samt frekar semi dapurt einhvernvegin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 27. október 2007
La Primavera
Við Kristín fórum á La Primavera á laugardaginn fyrir viku. Gerðum þar sérlega vel við okkur í mat og drykk, annað ekki hægt þegar þegar okkur bauðst þetta tækifæri og ekki síður þá býður staðurinn upp á það að hafa það gott. Í forrétt fékk Kristín sér Carpaccio. Klassískur ítalskur forréttur sem alltaf stendur fyrir sínu. Alveg frábær. Ég fékk mér sterkkryddaða fiskisúpu. Hún var alveg ágæt. Gott bragð en þó fannst mér eins og það vantaði punktinn yfir i-ið. Með þessu drukkum við Sauvignon blanc, Vie di Romans Vieris '05. Ilmríkt og gott vín með þægilegu og góðu eftirbragði. Það var ánægjulegt að okkur var boðið að hafa flöskuna hjá okkur á borðinu í stað þess að ofkæla vínið í kælifötu. Í aðalrétt fengum við okkur bæði hreindýr með ofnbakaðri fíkju vafinni inní parmaskinku ásamt súkkulaði gorgonzola sósu. Við vorum sammála um að valið var gott. Kjötið hreinlega bráðnaði í munninum. Villibráðarbragðið naut sín til fulls. Sætur keimur fíkjunnar sem þó hafði léttsaltan kem skinkunnar tónaði vel við. Ýtti svo undir alltsaman. Við vorum flott á því og fengum okkur Isole e Olena Cepparello '03 með þessu. Vínið stóð fyllilega undir væntingum. Þétt og byggði vel undir matinn. Í eftirrétt fékk Kristín sér súkkulaðiköku en ég tiramizu. Með því fengum við okkur Vin Santo frá Isole e Olena. Dásemd. Þetta kvöld var frábært. Góður matur + góð vín + góð þjónusta = frábært. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)