Færsluflokkur: Bloggar

Victory

Ég sigraði í æsispennandi BOMBAY kvikmyndakeppni sem Noregsbloggarinn Ingþór stoð fyrir.  Skemmti mér mikið við að taka þátt.

Mánudagsmorgunn

Við vorum nokkrir Þórólfar sem gengum á Esjuna í gær, sunnudag.  Við vorum mætt við Mógilsá um klukkan 10 og gengum í björtu og fallegu veðri á fjallið.  Þegar við komum svo heim bökuðum við vöfflur og ekta súkkulaði.  Svona eiga sunnudagar að vera.  Við Þórólfar stefnum á að ganga á Skeggja um næstu helgi.  Það verður frábært.

Svo er það ræktin.  Er alveg að ná að rífa mig á fætur fyrir klukkan 6 á morgnanna.  Nú er bara að halda því áfram.


Og eitt í viðbót fyrst ég er byrjaður

Það gerist oftar með hverju deginum að manni fallast hendur og hálft í hvoru skammist sín fyrir að vera til.  Ég horfði með öðru auga á Kastljósið í gær og sá þar Sigurð Kára reyna að réttlæta gjörning setts dómsmálaráðherra.  Mér varð flökurt.

Er hægt að tjá sig eitthvað um friðun forljótra húsa við laugarvegin.  Ég veit það ekki.  Að minnsta kosti ætla ég ekki að vera að því. 


Og þó

Einhverra hluta vegna er ég ekki alveg að nenna þessu.  Ég veit ekki af hverju, en svona er þetta bara.  Ég er reyndar búinn að vera í bölvuðu basli með moggabloggið heima hjá mér.  Væntanlega eitthvert stillingaratriði í tölvunni.  Ég er bara ekki að leggja mig fram um að fatta hvað það er.  Svo verð ég að viðurkenna að að um leið og fimmta bloggárið er að hefjast finn ég einhvern leiða.  Veit ekkert hvað er að hrjá mig.

 Það er nú ekki eins og ekkert hafi verið að gerast hjá mér.  Ég er byrjaður (aftur) í ræktinni eftir gífurlegalangt hlé.  Keypti mér árskort í World Class.  Stunda nýju stöðina í Hafnarfirði og líst alveg ljómandi vel á.  Nú þýðir ekkert annað en hnýta hnífana, brýna skóna og girða brókin upp undir hendur því það stendur víst til að taka Glerárdalshringinn með stæl næsta sumar.  Áður stefna Þórólfar á að ganga á Birnudalstind í Vatnajökli og einnig hefur verið viðruð sú hugmynd að ganga Laugarveginn á einum degi, svona til að kanna hvort skórnir virki ekki alveg.   Mér líst vel á hvorutveggja.  Svo verður náttúrulega hátindur sumarsins okkar árlega Hornstrandaferð.  Það má með sanni segja að þetta sé árleg ferð hjá okkur því nú í ár förum við í okkar fjórðu ferð á þessar frábæru slóðir, og ég er sannfærður um að þetta sé alls ekki sú síðasta.

 


Vonandi verður árið 2008 frábært

Takk fyrir 2007.

Þessi kemur sterklega inn sem fífl ársins.


Jólafrí

viti 


Langt um liðið?

Getur verið.

Gleðileg jól.


Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta

Er fátæktin svo mikil að fólk þurfi að leggja á sig að bíða í biðröð fyrir utan leikfangaverslun, sem auglýsti einhvern afslátt, á sama tíma og lögregla varar fólk við að vera úti að óþörfu. 

Er nóg fyrir leikfangabúðir að auglýsa einhvern afslátt þá verður fólk snarvitlaust?

Hvað er í gangi?


Alveg með ólíkindum

Ég renndi yfir athugasemdirnar við blogg dagsins.  Bloggarar þjást af Lúkasarsyndrómi á háu stigi.   Tæplega 400 athugasemdir.


Óskalisti Mána

Jæja, hér er óskalisti Mána.

1. Dart skífu og pílur
2. Plötu með Sprengjuhöllinni
3. FIFA '08 - Plastation 2
4. FIFA Manager '08 - Plastation 2
5. Liverpool treyja merkt Torres og með töluna 09 að aftan
6. Liverpool trefill
7. Joggingbuxur úr bómull
8. Tölvuúr
9. NIKE fótbolta, ps. ekki dýra gerðin

Það er nú það.  Þessi lisiti verður væntanlega uppfærður að ósk eiganda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband