Staðfesti erlendar skuldbindingar

Staðfesti erlendar skuldbindingar

Davíð Oddson fyrrverandi Seðlabankastjóri staðfesti ábyrgð Íslendinga á innistæðutryggingum tæpum mánuði eftir að hann gagnrýndi stjórnvöld hér harkalega fyrir ætla að taka á sig skuldbindingar. Gagnrýni Davíðs kom fram í bréfi hans til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra.

Að því er fram kemur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þá sendi Davíð oddsson þann 22. október í fyrra bréf til Geirs Haarde, þar sem Davíð segir: „Er það virkilega svo að íslensk stjórnvöld ætli án lagaheimildar að taka á sig stórkostlegar erlendar skuldbindingar að kröfu Breta og fleiri?"  Ennfremur segir í bréfinu: „Þetta eru ekki skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans."

En tæpum mánuði síðar, 19 nóvember, skrifaði Davíð undir orðalag í 9. grein viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hert var á orðalagi, því heitið að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta herta orðalag var, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, tekið upp til að tryggja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á aðstoð fyrir íslendinga.

Davíð hefur ítrekað sagst hafa varað við því sem gæti gerst í íslensku efnahagslífi.

Í febrúar í fyrra áttu fulltrúar frá Seðlabankanum fundi í London með forsvarmönnum nokkurra stórra banka í Evrópu og forstjóra Moodys í Evrópu og Asíu. Þar lýsti Moodys yfir miklum áhyggjum af bönkunum en þó mest af Landsbankanum og hve hinn mikli innlánsreikningur Icesave kunni að vera kvikur og háður trausti og trúnaði á markaði og ekki aðeins trausti Landsbankans heldur á íslandi og íslenska bankakerfinu. Þetta segir í minnisblaði Seðlabankans frá fundunum. Í minnisblaðinu segir einnig að Seðlabankamenn hafi farið yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikningur væri jafn ótraustur og Moody‘s hefði áhyggjur af, en ekki sé líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt segir í bréfinu.

Í minnisblaði Seðlabankans eftir fundi í Lundúnum í febrúar í fyrra segir m.a. að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðalausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt sé að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði úr sögunni. Nauðsynlegt sé að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg.  Ekki sé hægt að útiloka að miklu fyrr rætist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjármagni en nú er talið. Ekkert bendi til þess og ef menn láta sér nægja að lifa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verði að vonin rætist ekki.

Mánuði síðar sagði Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri, í viðtali við Channel 4 í Bretlandi, að staða bankanna væri mjög sterk.

Frétt á ruv.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband