Stjórnarformaður Icelandair ósáttur: Á að fullkomna byltinguna og koma kommum að

Kommagrýlan er með ólíkindum sterk.  Hvern er verið að reyna að hræða með þessu ...fullkomna eigi byltinguna og kokma kommum að... ?

Af www.pressan.is

Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið fram á hluthafafund í Icelandair Group eftir verslunarmannahelgi, þar sem ætlunin er að skipta um stjórn í fyrirtækinu. Núverandi stjórnarformaður segir að fullkomna eigi byltinguna og koma kommunum að.

Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu í gær til Kauphallar þar sem gerð er grein fyrir tillögum sem leggja á fyrir hluthafafundinn, t.d. um aukningu hlutafjár. Á fundinum er líka ljóst að skipt verði um stjórnarmenn, því þeir Gunnlaugur Sigmundsson stjórnarformaður og Einar Sveinsson fara ekki lengur fyrir raunverulegum hluthöfum í félaginu í kjölfar þess að Landsbankinn og Íslandsbanki gerðu veðköll í bréfum Finns Langflugs Finns Ingólfssonar, Samvinnutrygginga og félaga Engeyjarbræðranna Einars og Benedikts Sveinssonar og Milestonebræðra.

Gunnlaugur er harðorður í garð bankanna í Morgunblaðinu í dag og segir Íslandsbanka hafa óskað sérstaklega eftir hluthafafundinum og „stjórnarkjöri til þess að fullkomna byltinguna og koma kommunum að“, eins og hann orðar það.

Úr því Gunnlaugur tengir stjórnmál við þessa atburði í viðskiptalífinu og segir ætlunina að koma kommunum að í viðskiptalífinu, er ekki úr vegi að geta þess að hann er faðir Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins, og Einar Sveinsson er föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband