Fór á gæs

Það varð ekkert úr skokki á föstudaginn.  Við vorum komin mjög seint heim eftir vinnu og svo var ég bara latur.

Við eyddum laugardeginum fyrir austan fjall, hjá Flúðafjölskyldunni.  Á meðan Kristín og Steina dunduðu sér við ditten og datten, fórum við Jónas niður á Skeiðin til að líta eftir gæs.  Um kvöldið lögðumst við svo út og urðum vitni að miklu flugi, en því miður vorum við ekki nægjanlega vel staðsettir.  Þær flugu í kringum okkur án þess að við kæmumst í færi.  En gaman var þetta - alveg hrikalega gaman. 

Ég fór bjartsýnn út að skokka eftir vinnu í dag, þrátt fyrir hálf hryssingslegt veður, en fann fljótlega að þetta var ekki minn dagur.  Verkir í leggjunum framanverðum voru að  plaga mig og eins verkur í hásin á vinstri fæti.   Ég fór því rólega yfir.  (hahaha, heyra í mér. Ég tala eins og þræl vanur hlaupari... auðvitað fór ég róleg yfir, ég komst bara ekkert hraðar.  Rassin er svo þungur.) En það sem var verst af öllu er að ég gleymdi mp3 spilaranum, þannig að ég hafði ekkert í eyranu til að drepa tíman.  Þetta var því eins leiðinlegt og hugsast getur.  En það eru tölur:

Dags:  14.09.09
Tími:  00:39:00
Meðalpúls:  130
Hámarkspúls:  167
Brennsla:  438 kcal

Þegar ég pjakkað þetta hugsaði ég um þau ráð sem ég hef fengið frá vinum og vinnufélögum:  Ekki fara of geyst af stað, byrjaðu rólega og skokkaðu annan hvern dag til að byrja með.  Ég hef náttúrlega ekkert farið eftir því, heldur öslað út hvern virkan dag.  Því ákvað ég að róa mig aðeins niður og fara ekki út á morgun, heldur næst á miðvikudaginn, hvíla á fimmtudag og fara svo aftur út á laugardag.  Líst vel á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband