Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Lambalundirnar voru alveg ađ gera sig

Stundum ţarf ekki mikiđ... Kristínu langađi í lambalundir í kvöld, svo ég eldađi lambalundir.  Ég var ekkert ađ flćkja ţetta neitt mikiđ.  Lundirnar voru steiktar á pönnu og međ ţessu var sćtkartöflumús, rófur, gulrćtur og papriku sem ég steikti í soja ásamt smá sátu af steiktum blađlauk.  Međ ţessu drukkum viđ ágćtis vín frá Suđur-Afríku, Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon.  Ţćgilegt vín í góđu jafnvćgi og var skothelt međ lambinu. 

Ég er sannfćrđur um ađ ţennan rétt eigi ég eftir ađ ţróa eitthvađ áfram.


Southern Fried Chicken

Southern Fried Chicken ađ hćtti Shaun Hill, ţýtt og stađfćrt af Nönnu Rögnvaldardóttur smakkast alveg frábćrlega.  Kristín fór hamförum um daginn og verslađi nokkrar bćkur og laumađi "Stóru Matarbókinni -  matargerđ meistaranna" međ.  Ég er gluggađ í hana og lét til skarar skríđa međ Suđurríkjakjúklingi, eins og fyrr segir var hann alveg frábćr.  Bókin er meira og minna ein snilld.  Ég er nú ţegar búinn ađ merkja nokkrar uppskriftir sem verđa prófađar á nćstunni.  Eins er fínt ađ nota hana til ađ sćkja sér hugmyndir, breyta ţeim og enda međ eitthvađ allt annađ.

Er ađ ná mér eftir skratti mikiđ kvef.  Hef máttlaus og aumingjalegur síđustu daga.  Ţađ hefur vanta allt malt í mig.  Hlakka til ađ verđa hressari og geta fariđ ađ byrja daginn á rćktinni.  Ţađ verđur vonandi í vikunni.  Hóst.


Ţegar menn taka sig of hátíđlega verđur útkoman oftar en ekki ţess eđils ađ niđurstöđur allra samanlagđra kannanna verđa ekki ađ neinu

Mikiđ afskaplega er mađur búinn ađ hafa ţađ gott ţessa daga.  Afslöppun, rólegheit, góđur matur og ég veit ekki hvađ.

Í gćr vorum viđ međ saltfiskrétt ađ hćtti Portúgala ađ nafni Bras.  Ég veit reyndar ekki nánari deili á ţeim ágćta manni, en rétturinn smakkađist sem aldrei fyrr.  Međ ţessu drukkum viđ argentískt rauđvín frá Norton.  Cabernet Sauvignon Reserve.  Ţokkalegur bolti sem var reyndar full stór fyrir saltfiskinn.  En engu ađ síđur áhugaverđ samsetning.

Í kvöld var bara einaldur pastaréttur međ skinku, brokkólí og ostasósu.  Suđur Ástralskt rauđvín frá Grant Burge, Benchmark Shiras, flaut međ.  Alveg dćmigerđur Shiraz frá ţessu svćđi.  Bragđmikill, kryddađur og örlítiđ sćtur og alveg ágćtur.

Viđ Máni skelltum okkur á geisladiskamarkađinn í Perlunni í morgun.  Hann fann sér tvo diska međ uppáhaldinu, Iron Maiden.  Mig langađi í einhverja diska međ Queen en ekkert til af ţeim.  Ţeir koma vonandi í nćstu viku.  Ţađ flaut einn ABBA diskur međ.  Okkur til ánćgju.

Á morgun, páskadag, eigum viđ vona á mömmu og Hlyn í páskalambiđ.


Grant Burge Filsell Old Vine Shiraz 2003

Eitt af mínum áhugamálum er vínsmökkun.  Ég lćrđi til ţjóns á sínum tíma og um leiđ lćrđi ég ađ meta góđ vín.  Meistarinn minn, Ţorfinnur Guttormsson, Toffi, var duglegur viđ ađ útskýra fyrir mér hitt og ţetta um vín og smátt og smátt fór mađur ađ smjatta á vínum, og njóta ţeirra.  Einnig fékk ég ágćtis yfirhalningu frá einum kennara mínum í HVÍ, Friđjóni Árnasyni.

Í nokkur ár starfađi ég svo sem sölumađur vína og ýtti ţađ vel undir áhugann.  Á ţeim tíma smakkađi ég helling af vínum, vel flest međ félaga mínum Birki Elmarssyni, ţeim ágćta bragđlauk.

Í dag er mađur óttalegur amatör, en áhuginn og ţekkingin er til stađar, kannski bara örlítiđ dýpra á ţví en hér áđur.

Ég var ađ velta ţví fyrir mér ađ setja hér á bloggiđ mitt ţau vín sem ég smakka.  Víndagbók.  Hún verđur frekar rýr í rođinu - en vonandi lauma ég viđ og viđ einu og einu víni.

Grat Burge Filsell Old Vine Shiraz 2003

GrantBurgeGóđ vín eru eins og góđ saga, mađur fćr seint nóg.  Grant Burge Filsell Old Vine Shiraz er slíkt. 

Ég smakkađi ţađ fyrst fyrir um átta árum.  Ég kolféll fyrir ţví ţá og er enn bálskotinn í ţví.  Í kvöld smakkađi ég á 2003 árganginn. 

Víniđ er ţokkalega stórt, opiđ međ mikinn en mjúkan, sultađan ávöxt.  Svartur pipar og vanilla voru frekar ráđandi og ţroskađur ávöxturinn var ljúfur.  Tanniniđ var mjúkt og víniđ sýndi alla sínar bestu hliđar.

Ţetta er vín til ađ hafa međ bragđmiklu kjöti jafnvel grilluđu.

Frábćrt vín, kosar innan viđ 2000 kallinn.


Matarverđ

Ég var ađ velta ţví fyrir mér hvers vegna Bónus sćttir sig viđ ađ 27 króna álagningu á hvert kíló af dönskum kjúklingabringum en finnst ekki nóg ađ leggja 130 krónur á hvert kíló af íslenskum kjúklingabringum.  Ég reikna ţó međ ađ íslenska varan sé keyrđ í hverja verslun af framleiđanda, án kostnađar fyrir Bónus.  Pćling.


Hvítlauksolían slapp fyrir horn

Á föstudögum lćtur mađur annađ slagiđ eftir sér skyndimat.  Sem oftar en ekki veldur manni miklum vonbrigđum.  En sökum leti ţá eigum viđ til ađ láta freistast.  Í kvöld smelltum viđ okkur á pizzu frá Papínós.  Hörmung.  Hún var bragđlaus, lítiđ bökuđ og hreinlega vond.  Get ekki mćlt međ ţessu viđ nokkurn mann.  Hvítlauksolína slapp fyrir horn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband