Fyrstu fiskar sumarsins

Jæja... fyrstu fiskarnir komir á land þetta sumarið.  Fékk sex fallega urriða í Kleifarvatni í dag.  Sleppti þrem og missti þrjá. 03052009_841335.jpg

Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer í þetta vatn.  Það var belgings vindur og í fyrstu leist mér lítið á.  Ég myndi eiga í stökustu vandræðum með að koma línunni út.  Þar sem ég byrjaði var þetta ekki gæfulegt hjá mér.  Var meira með fluguna í fanginu en út í vatni.  Færði mig úr stað og náði að haga því þannig að vindurinn stóð mér á hlið.  Þá gekk betur.  Fór eina umferð yfir smá svæði með Peacock, með kúlu.  Færði mig aftur og setti undir svarta og rauða með kúlu.  Sá fisk skvetta sér á yfirborðinu.  Kastaði í áttina að honum.  Taldi upp á tíu, rólega á meðan púpan sökk.  byrjaði að strippa og nánast um leið fékk ég nart.  Brá of seint við.  Kastaði aftur og um leið og ég byrjaði að strippa var hann á.  Fékk fínustu baráttu sem stóð í nokkrar mínútur.  Landaði tæplega þriggja punda urriða, vænum.

Þeir voru svo á í hverju kasti.  Landaði fimm til viðbótar, missti þrjá og sleppti þrem.  Fer þangað aftur fljótlega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur ertu, ég kem með þér næst ! Þú hefur augsjáanlega sett í göngu því ég held að urriðinn sé alltaf á hringferð um vatnið og stundum er maður heppinn. Hvar varstu við vartnið ?

Kær kveðja,

Addi

Addi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Var sunnarlega í vatninu ekki alveg með það á hreinu hvað staðurinn heitir.

Heiðar Birnir, 4.5.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband