Þriðjudagur - hjólasprettur

Eitt er ferlega merkilegt.  Ég get hjólað nánast endalaust.  Kannski ekki á geðveikum hraða, heldur get ég pjakkað og pjakkað áfram og þó ég sé næstum búinn að æla lifur og lungum sökum mæðist, þá hægi ég bara á í nokkrar mínútur og svo get ég haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.  Þegar ég myndast við að rembast við að skokka þá er ekki nóg að ég hvæsi og blæs eins og físibelgur, heldur þreytist ég í fótunum (væntanlega vegna þess að lítill og feitur kall á að gera það).

Ég skellti mér á skeið eftir vinnu í dag.  Fákurinn teymdur út og strikið tekið upp í Setberg, þar sem ég kom við í apóteki til að kaupa mér glas af Astasan -i.  Eftir það var var gefið almennilega í og hjólað innst í hverfið, þaðan yfir Áslandið, gegnum Vallarhverfið og áleiðis upp í Krýsuvík.  Það var rennifæri og þá er bara gaman að gefa í.  Ég hjólaði dálítið lengra en gatnamót Bláfjallavegar - Krýsuvíkurvegar.  Leiðin heim var dálítið strembnari, þá var dálítil mótgola (ekki vindur) sem sagði örlítið til sín.  En þetta var gaman og ég endaði með að leggja 22.4 km undir dekk á rúmum 64 mínútum.  Ánægðurmeðedda...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband