Laugardagur, 5. september 2009
Laugardags-sprok
Dagurinn í dag var frekar ljúfur og góður. Ég var vaknaður fyrst um klukkan rúmlega átta, en dormaði dálítið frameftir. Eftir að hafa lesið blaðið, tekið úr uppþvottavélinni og fleira snurfuss fórum við skötuhjú út. Laugarvegur, Bankastræti og torgin (Austurstræti, Ingólfstorg og Austurvöllur) iðuðu af lífi. Vil hlustuðum á frábæra tónlist á Ingólfstorgi, þar var verið að mótmæla breytingum á Ingólfstorgi, og Nasa. Ég varð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þessar breytingar af neinu viti. Bræðingur Tómasar R. Einarssonar lék við hvurn sinn fingur og ég dillaði mér með.
í hjarta Reykjavíkur léku þau Guðmundur Pétursson og Ragnhildur Gröndal við alla sína fingur og fengu ömmur, afa, frændur, frænkur mömmur, pabba og einnig bræður og systur til að hlusta á falleg lög í mögnuðum flutningi. Guðmundur var eins og heil hljómsveit með Ragnhildi, sem söng eins og engill.
Er að skipuleggja hlaupa og hjólaferðir fyrir næstu viku. Verð að koma sundinu þar fyrir líka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.