Stóri sandkassinn

Ný ríkisstjórn var rétt nýbúin að taka völdin þegar Sjálfstæðismenn fóru á flug.  Byrjuðu á því að kvarta undan aðgerðarleysi hennar og lélegri stefnu.  Um leið og þeir náðu að draga andann aftur var því kastað fram að þessi nýja stjórn væri að apa upp stefnu ríkisstjórnar sem var að fara frá. 

Á mannamáli voru þeir að segja að stefna ríkisstjórar Geirs Haarde hafi verið léleg.  Ergó - klassa sandkassaleikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hvað Sjálfstæðismenn urðu allt í einu kraftmiklir og hugmyndaríkir þegar þeim var sparkað!

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar. Þessi rökfræði þín toppar samt nú flest sem ég hef séð. "Úr því núverandi ríkisstjórn er slöpp og hefur ekkert gert, þá var hin það líka!

Málið snýst um að skipt var um ríkisstjórn, þar sem því var haldið fram að það væri ekki tími til að "bíða" eftir samstarfsflokkunum! Það þýðir að hinir ætli að gera betur, ekki satt? Svo er hins vegar það eina nýja sem komið hefur frá núverandi stjórn er að "endurskipuleggja" Seðlabankan!!! Hitt var allt í farvatninu!

Svo ef skoðuð er RAUNVERULEG ástæða stjórnarskiptana, kemur í ljós hverjir voru í sandkassaleik! "Nú get ég" sögðu öndin, svínið og kötturinn þegar litla gula hænan var búinn að sá hveitinu, þreskja, mala og baka úr því brauð!

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Heiðar Birnir

Þetta er nú það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi; að líkja Sjálfstæðisflokknum við litlu gulu hænuna.  Þú hlýtur nú að kunna annan jafn góðan þessum.

Heiðar Birnir, 8.2.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Gettu hver er svínið!

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband