Hvernig getur staðið á því að það er flóknara og erfiðara ferli að segja upp bankastjórum seðlabankans en að setja neyðarlög sem gerðu ríkinu kleyft að yfirtaka bankana?

Það er hægt að gera flókna hluti einfalda og einfalda hluti flókna.

Síðastliðið haust voru sett lög hér á íslandi sem gerðu ríkinu kleyft að yfirtaka bankana.  Í fjölmiðlum var þessu lýst sem nauðsynlegri aðgerð til að komast hjá gríðarmiklu hruni, tapi og ég veit ekki hvað.  Fólk stóð á öndinni og skildi hvorki upp né niður í neinu.  Allt gerðist með ógnarhraða og flókin mál keyrð í gegn um þingið á tvöföldum amerískum ljóshraða.  Hviss bamm búmm.

Hvernig getur staðið á því að það er flóknara og erfiðara ferli að segja upp bankastjórum seðlabankans en að setja neyðarlög sem gerðu ríkinu kleyft að yfirtaka bankana?

Hið einfalda er einfaldlega flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar

Var það ekki í fréttunum, að embættismenn ættu sinn rétt?

Eitthvað um að það mætti ekki brjóta á þeim þeirra réttindi, án þess að bætur komi fyrir - svo fremi sem þeir hafi ekki brotið af sér og fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Var fráfrandi ríkisstjórn ekki gagnrýnd fyrir að fara ekki nægilega vel að lögum?

Ráðherra getur látið reka þá, með því að greiða þeim fullar bætur, launatap út ráðningartímann, en þeir eru skipaðir til sjö ára í senn. Fimm ár eftir hjá Davíð. Gert skipulagsbreytingar, með sömu afleiðingum.

Ekkert vandamál. En það kostar. Og það eru enn lög í landinu (vona ég)

Jónas Egilsson, 28.1.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Það eru sem betur fer lög í landinu og það er sem betur fer hægt að segja ný lög.

Venjulegt fólk á einnig sinn rétt, en atvinnurekandi þess getur sagt því upp, nánast án ástæðu.  Sé réttur embættismanna svo sterkur að ekki sé hægt að hreyfa við þeim nema með lögum er ekki hægt að breyta lögunum eða setja ný?  

Heiðar Birnir, 28.1.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Ekki málið.

Breytum lögum, við en grundvallarmannréttindum mun nýja stjórnin ekki hrófla. Bætur í stað launataps. Ekki málið. Burt með Seðlabankastjórnina - ef það þá leysir eitthvað annað en sálarkreppu vinstri manna á Íslandi. Mér er það til efs. En það er þeirra réttur og Hallgrímur boxari Helgason getur tekið gleði sína aftur, sinnt börnum og bókunum sínum aftur.

Jónas Egilsson, 28.1.2009 kl. 23:27

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Einhverra hluta vegna held ég að launatap Davíðs Oddssonar sé ekki mikið.  Er hann ekki á vel mjólkandi spena og nýtur eftirlauna sem ráðherra.  Eftirlauna sem alþingismaður og jafnvel eftirlauna sem Borgarstjóri.

Heiðar Birnir, 28.1.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband