Hvers vegna gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki "fórnað" Davíð Oddssyni en þess í stað var hægt að fórna stjórnarsamstarfinu

Hvað er í gangi... Ein af kröfum Samfylkingarinnar var að stjórn seðlabankans segði af sér, hvers vegna gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki gengið að því?  Af hverju hafa sjálfsæðismenn ekki verið spurðir að því.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Góð mynd af Glókolli þarna í færslunni á undan. Ég var næstum búinn að gleyma því af hverju hann var alltaf uppnefndru karlinn, en nú man ég það betur!

Þetta var ekki spurning um þessa ákvörðun Heiðar. Skoðaðu aðdraganda breytinga á FME. Þær gerðust i kjölfar þess að Björgvin ákvað að bjarga eigin pólitíska skinni. Þetta svokallaða langlundargeð ISG var í góðum gír þar til á laugardagskvölið að Böggi litli hringdi og tilk. væntanlega afsögn sína. Og hvenær verða breytingar á FME 1. mars nk. eða um svipað leyti og Geir vildi gera breytingar á Seðlabankanum!!!!

Málið er að Sam-fylkingin er hvorugt. Mýsnar stukku fram um leið og ISG fór úr landi og varð úr leik. Þessar yfirlysingar Samfylkingarfélaga t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði eru nær fordæmalausar úr núttíma pólitík.

Ég segi það að, það er gæfa Íslands hversu sundurlyndir vinstri menn hafa verið og eru hér á landi. Þeir klofnuðu 1930, 1956, 1970, 1979, 1995 og nú var Samfó á barmi þess að springa. "Lengi lifi klofningurinn - ekki byltingin"

Steingrímur J. er farinn að tala heilli áttund lægra, eftir að hann kom út af fundi með ORG í kvöld, enda stefnir allt í að hann verði orðinn ráðherra eftir hádegi á morgun, 27. jan.

Nú er það spurning hvort ISG eigi hreinlega afturkvæmt í pólitíkina.

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 21:07

2 identicon

Sæll Heiðar,

Það þjónaði ekki hagsmunu flokksins heyrist mér - það er ekkert ofar hagsmunum flokksins.

Annars er "Sjálfsæðismenn" ekki svo vitlaust.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Hermann Óskarsson

Það er einfalt mál, menn óttuðust að Davíð mundi koma til baka í formannssæti flokksins.

Hermann Óskarsson, 26.1.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Jónas: Fín mynd af orginu.  Á tímabili í dag, þegar mestu skeytin flugu á milli, kom fram að Geir lagið fram að Þorgerður Katrín tæki við forystunni á móti lagði Ingibjörg til Jóhönnu Sigurðar OG að Davíð Oddsson myndi víkja.  Ég er einfaldlega að velta því fyrir mér hvaða tangarhald Davíð Oddsson hefur á Sjálfstæðisflokknum.  Ég hef ekki náð að fylgjast með öllu, en hvenær gaf Geir það út að þann 1. mars yrði tekið til í Svörutloftum?

Þráinn: Eru Sjálfsæðismenn ekki sjálkynhneigðir. 

Heiðar Birnir, 26.1.2009 kl. 21:29

5 identicon

.

Sjá ummæli Bjarna Benediktssonar, sem vill verða formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndina um þjóðstjórn.

"... nú er einfaldlega tími þar sem hagsmunir þjóðarinnar verða að koma á undan hagsmunum flokksins..."

Ef sá tími er kominn núna þá vitum við hvaða hagsmunir hafa verið ofarlega á blaði undanfarna áratugi.

101 (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar.

Geir tók þetta fram í viðtölum sem hann átti við RUV í kastljósinu, held ég í kvöld, 26. jan. a.m.k.

Þetta kom líka fram hjá nágranna þínum í 10 fréttum í kvöld.

Spurningin er, nákvæmlega hverju mun brotthvarf Davíðs úr Seðlabankanum breyta fyrir efnahagslíf okkar? Ég er hættur að skilja þessa þráhyggju. Menn eru farnir að apa vitleysuna upp eftir hverjum örðum, finnst mér á köflum Mín vegna má hann fara og hann hefur aldrei verið óumdeildur. EN myndi það breyta einverju? Þá hverju, vaxtastiginu - það er ákv. af IMF og lögum hér áður. Útliti seðlanna? Við notum flest plastið hvort sem er. Reyndar hefði hann aldrei átt að fara upp í SB - eftirá að hyggja a.m.k. En þessi fægð á Davíð er farin að líkast ofsóknarbrjálæði - engu öðru.

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Heiðar Birnir

Nú, jæja.  Það hefði verið sterkara hjá þeim að tilkynna þetta fyrr... til dæmis strax í haust. 

Kannski myndi það ekki breyta neinu þó Davíð Oddsson færi, ég veit það ekki.  En það eru kannski örfá smáatrið yrðu til að réttlæta það;
1.  Til dæmis tiltrú almennings í landinu, bæði á stjórnmálamönnum við að taka af skarið og hreinsa til þar sem þess gerist þörf og kannski ekki síður myndi það auka trú fólks á stjórn seðlabankans.  Þú verður nú að viðurkenna að hún nýtur ekki mikils traust. 
2.  Í öðru lagi værum við ekki lengur að athlægi. Erlendis velta fjölmiðlar því fyrir sér hvernig standi á því að seðlabankastjóri axli ekki ábyrgð.  Það er nú ekki traust útávið. 
3.  Það kæmi hæft fólk í stað þess sem færi, sem væri (vonandi) ekki afdankaðir pólitíkusar.  Það er að mínum dómi frekar traust.
4.  Hann er pólitíkus og fyrst hann hagar sér þannig er réttast að hann geri það á þeim velli. 

Ég er ósammála þér að þetta sé farið að líkjast ofsóknarbrjálæði, lítur miklu frekar út fyrir réttlæti.

Heiðar Birnir, 26.1.2009 kl. 23:09

8 identicon

Það er aldeilis Heiðar minn sem þú ert búinn að koma þér út í :) Stendur þig samt alltaf vel.

Kv.,

Addi.

Addi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband