Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Meira af hlutabréfamarkaði - hvað á maður að kaupa
Þar sem ávöxtun dagsins í dag er kannski ekki til að hrópa húrra fyrir skulum við spóla dálítið aftur í tímann og pæla í því í hverju maður hefði ekki átt að fjárfesta í og hvernig staðan væri í dag ef maður hefði fjárfest fyrir eins og einn þúsundkall í nokkrum útlenskum félögum.
Ef maður hefði keypt hlutabréf í Nortel fyrir þúsund kall, þá væru þau 49 kr. virði í dag.
Ef valið hefði verið Enron þá stæðu bréfin í 16,5 kr. virði miðað við að höfuðstóllinn hefði verið 1000 kr.
Ef WorldCom hefði verið fyrir valinu væru aumar 5 kr eftir.
Ef maður hefði eytt 1000 kalli í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 kr. í dag.
En, ef maður hefði bara farið í Ríkið og keypt átta bjóra (dós af Faxe kostar 119 kr.) fyrir 952 kr, drukkið hann, farið svo með dósirnar í endurvinnslu, þá ætti maður 80 krónur.
Það er spurning um að fá sér kassa fyrir helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.