Launakröfur kennara

Kennarar eru örgglega ekki öfundsveriđr af hlutskipti sínu.  Ţó vinna ţeirra sé án efa gefandi og mikilvćg er hún erfiđ og ţađ er ekki hver sem er sem getur tekist á viđ kennslu svo vel sé.  Ţví er ekki spurning í mínum huga ađ ţeir eigi ađ vera međ mannsćmandi laun.  Hver svo sem ţau eru.

En ţađ er eitt sem pirrar mig dálítiđ.  Ţađ er endalaust veriđ ađ tína til vinnutíma og réttlćta alla skapađa hluti ţannig.  Í bćklingi sem barst inn um lúguna hjá okkur er sýnt hvađ kennarar vinna mikiđ.  Meira ađ segja er vinnuvikan sett upp svo allir geti nú séđ ađ kennarar vinni.  Frímínútur og lögbundnir kaffitímar (samtlas 5,72 klst. á viku) er einnig taliđ fram sem vinnustundir.

Á móti mćtti segja:
Í hverju ári eru 52 vikur.  Í hverri viku er helgi, 2 dagar, samtals 104 dagar á ári.  Vinnuskylda kennara er frá lok ágúst til byrjun júni, sem ţýđir ađ ekki er unniđ júní, júlí og ágúst.  Samtals 90 dagar.  Miđađ viđ bćklinginn fyrrgreindan eru frímínútur og lögbundnir kaffitímar um 23 klukkustundir á mánuđi, eđa um 26 dagar á ári.   Nú í jólafrí fara 14 dagar og páskafrí 10 dagar.  Ýmsir frídagar svo sem 1. maí, 17. júní og ţessháttar 10 dagar.  Veikindi 10 dagar, veikindi barna 10 dagar á ári.   Samtals gerir ţetta ţví 264 daga á ári.  Viđ drögum ţá frá 365 dögum og fáum út ađ kennarar vinna 91 dag á ári takk fyrir.

Ég veit ađ ţađ er fáranlegt ađ setja ţetta svona upp.   Og ţetta stennst ekki neina skođun.  En mér finnst líka hálf fáránlegt ađ fá sendan bćkling heim um vinnutíma kennara.

Launakröfur ţeirra eiga ekki ađ snúast um einhverjar mínútur.  Ég vona og veit, ađ ţeir eru ađ vinna sín störf ađ jafn miklum metnađi og ađrir.  Ég ber virđingu fyrir ţeim og ţeirra störfum og styđ ţá heilshugar í baráttunni um sín kjör.  En ţađ hljóta ađ vera til beittari vopn í vopnabúrinu hjá ţeim en ţessi bćlkingur og hótanir um verkföll.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband