Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 23. september 2007
Draumur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Myndbandsspólur
Þegar myndbandspóla er leigð á svokallaðri myndbandaleigu skal varast að leigja of gamla mynd, því það er nær ábyggilegt að myndbandið sjálft sé þá illa farið og þar af leiðandi sést myndin illa og hljóðið er lélegt. Það má gjarnan mæla með Bónusvídeó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. september 2007
Aðþrengdur
Þegar ýsa er soðinn er gott að setja rúma teskeið af borðediki út í vatnið. Fiskurinn lítur þá betur út efir suðuna. Það hefur tíðkast að snæða soðna ýsu, kartöflur og feiti á mánudagskvöldum. Er það vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Tölvulæsi
Fyrir einhverju síðan var töluverð umræða um tölvulæsi og tölvuólæsi fólks. Það hafði komið í ljós að hópur fólks hræddist tölvur og veraldarvefinn vegna tölvuólæsis. Til að rifja tölvumál upp ákvað ég að skrifa nokkrar línur og sjá hvernig mér gengur með þær.
0II00II00II00II00II00II00II000000IIIII00I0I0I0I0I0I0000III000III0000III00II0I000I 0I00II0I0I0II0I0I0III0I00II0I0I0I0I0I0I00I00I000III00I00I0I0I0I00I00I0I00I0I0IIII0 0I0I0III0I0I0I0I00I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0II0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0I0II000I0 I0I0I0I0II0I0I0I0I0II0I0I0I0II0I0I0I0I0II0I0I00I0I0I0I0I0I0I00I00III00I0I0IIII00II0I I00I0I00I00III0I00I0I0I0I00I0I0I00II000I0I00I0I00I0I0III000I0I0I0I00I00I0I0I0I0I0
Lesist svona: núll, einn, einn, núll, núll, einn, einn, núll núll, einn, einn, núll, núll ... og svo framvegis.
Þegar þetta er sett svona upp, línu eftir linu, kemur ekki á óvart að fólk ruglist á þessu og eigi bágt með að átta sig á samhenginu. Ói hreinlega við. Ég komst að því að ég er tölvulesblindur og skil ekkert þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Athugasemd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
Nýleg færsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Að hætti Mike Tysons
Þessi vika er búin að vera, í einu orði sagt, ömurleg. Um síðustu helgi lagðist ég, eins og rotuð rotta, með eitt það mesta kvef sem ég hef fengið. Í upphafi var þetta nett hálsbólga og sviði en seinni part sunnudags var eins og skrúfað hafi verið frá horframleiðslunni og allar holur í hausnum fylltust. Ég var þrútinn og augun sokkinn djúpt í tóftirnar, líkt og Mike Tyson hafi fengið útrás fyrir allri gremju sinni á andliti mínu. En núna, seint á fimmtudagskvöldi er maður við það að skríða saman.
Í þessu ástandi hefur manni lítið orðið úr verki. Mest verið við að að hlusta á fréttir og á stundum lesið nokkrar blaðsíður í bók á milli þess sem maður hefur slefað í koddann.
Nú... í pirringskasti sem þessi kvefpest hefur valdið mér, er maður uppfullur af tuði og nöldri. Svo það er eins gott að halda áfram. Kráareigandi einn gengur algjörlega fram af mér með spekingslegar athugasemdir. Í viðtali sem ég heyrði við hann, út af opnunartíma veitingastaða, sagði hann eitthvað á þá leið að vissulega væri hann til í að loka staðnum sínum klukkan þrjú, fjögur að nóttu. Það væri betra fyrir hann, starfsfólk hans og ekki síst betra fyrir viðskiptavini hans. Hvað stoppar hann þá í því að gera það? Er honum ekki frjálst að loka klukkan fjögur fyrst hann veit að það er best fyrir alla. Þessi ágæti vert væri meiri maður ef hann tæki upp á því að loka staðnum sínum þetta snemma. Á undan öðrum. Þar gæfi hann gott fordæmi.
Í umræðunni um miðbæjarvesenið langar mig að koma með tillögur. Sleppum því að hreinsa miðbæinn eftir eina feita og væna djammhelgi. Látum okkur sjá hvernig bærinn lítur út eftir svallið. Ég held að eftir slíka rassskellingu kæmist umræðan um opnunartíma skemmtistaða og hegðun okkar upp á hærra plan.
Klukkan fimm á laugardagsmorgni, eftir drykkju og djamm næturinnar þá getur ekki annað verið en að fólk sé við það að að tapa sér vegna ölvunnar og þreytu. Ég held að það væri farsælast fyrir alla, hvort sem það eru pöbbaeigendur eða kaffihúsaeigendur eða bara sauðsvartan pöpulinn, að loka fyrir allt skemmtanahald í miðborginni einhverstaðar milli klukkan tvö eða þrjú að nóttu til. Í iðnaðarhverfum væri svo hægt að vera með almennilega næturklúbba sem sinntu dans og skemmtanaþyrstu fólki fram undir morgun. Er ekki upplagt svæði fyrir slíkan stað í nágrenni Hringrásar í Klettagörðum. Eða í Smiðjuhverfinu í Kópavogi. Alveg kjörið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. september 2007
Skaupstofan
Randver var rekinn úr Spaugsofunni. Þetta var í blöðunum í liðinni viku. Allt fór á haus útaf þessu. Meira að segja voru pælingar um að þetta væri dulbúin auglýsing fyrir sjónvarpið. Svona fá fólk til að muna eftir gömlu köllunum. Hver veit.
Ég veit ekki með ykkur, en var Randver ekki sá sísti í þáttunum? Minnst fyndinn? Var ekki bara eðlilegt að láta hann hætta, svona til að poppa þetta örlítið upp með gestaleikurum. Reyndar þótti mér þátturinn í gær ósköp skaupslegur. Svona míníútgáfa af áramótaskaupinu. Ekkert sérstöku skaupi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
Sjálfkynhneigður
Einhvertíma fyrir löngu heyrði ég ágætt orðið. Sjálfkynhneigður. Það var sagt um þann sem var svo upptekinn af sjálfum sér að fátt annað komst að. Viðkomandi sá ekki annað en sjálfan sig og það sem snéri beint að honum. Nánasta umhverfi skipti hann ekki máli. Nánasta fjölskylda var aukaatriði sem hann setti í annað sæti. Þegar ég heyrði þetta orð fyrst fannst mér það fyndið, fjarlægt og í raun eins og góður brandari frá Tvíhöfða eða Radísusbræðrum (ef einhverjir muna eftir þeim).
En svo fór ég að spá aðeins og spögglura. Þekki ég einhvern sem mætti flokka sem sjálfkynhneigðan? Einhvern sem er svo upptekinn af sjálfum sér að fátt annað kemst að? Jú ég geri það og held að vel flest okkar viti um eitt og eitt slíkt kvikindi. Oft á tíðum eru þetta bestu skinn. En það er eins og það vanti eitthvað í þetta annars ágæta fólk. Því finnst alveg sjálfsagt að vinir þess og fjölskylda hlaupi undir bagga hvernig sem á stendur fyrir því. Það sér ekki aðstæður hjá öðrum, það eina sem kemst að er: ég, ég, ég. Nánustu vinir og aðstandendur eru oft svo meðvirkir að ekkert má segja. Ég er þannig.
Er maður ekki djúpur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. september 2007
Af bloggi
Trendið í sumar hjá ofurbloggurum var að tilkynna að þeir væru nú í sumarfríi og því myndu þeir ekki blogga neitt næstu dagana, vikurnar eða jafnvel mánuðinn. Þetta var náttúrulega algjörlega nauðsynlegt fyrir sauðsvartan pöpulinn sem fylgist með sínum ídólum, bíðandi eftir gullmolum sem sáldrast, líkt og úr viskubrunni heimspekinganna. Mér sýnist stefna í það að nýjasta trendið sé að læsa blogginu sínu. Erótíski rithöfundurinn Ellý Ármannsdóttir tók upp á því, eftir að hafa gengið fram af siðvöndum lesendum sem slysuðust inn á síðuna hennar. Þegar ein belja mígur má búast við að þær geri það allar.
Þá er ekki annað hægt en að pæla í því hvers vegna fólk er að halda úti bloggsíðu. Ég hef haldið að blogg væri opin dagbók, þar sem bloggarar tjá sig um allt og ekkert. Annað hvort stendur maður við það sem maður skrifar eða sleppir því bara að birta það.
Æ...maður á það til að vera svo mikill tuðari. Auðvitað má fólk hafa þetta eins og það vill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)