Rotuðum jólin

Við rotuðum jólin algjörlega með sannkallaðri veislu heima hjá Boggu og Þráni í gærkvöldi, Þrettándann.  Hittumst öll stórfjölskyldan (að mestu leyti) og nutum góðs matar og félagsskapar.  Siggi og Sigþóra komu að norðan með litla strútinn, sem stal senunni.

Á föstudagskvöldinu fórum við með Mánann austur á Flúðir, en hann átti inni helgarheimboð hjá frændum sínum.  Sátum yfir spjalli og kaffi nokkuð frameftir sem þýddi að við vorum seint á ferðinni heim.  Ég fór svo í vinnu á laugardagsmorgni, frekar þreyttur.  Vann dálítið fram eftir degi.

Dagurinn í dag, sunnudagur, fór svo í að sofa aðeins út og bruna svo á Flúðir og sækja guttann.  Ég tók með GPS tækið sem Kristín gaf mér í jólagjöf, svona til að prufa gripinn.  Setti inn punkta áður en við lögðum af stað, langaði til að sjá hvernig tækið virkaði.  Það átti að vísa okkur leiðina, en allt kom fyrir ekki.  Það vildi snúa við alla leiðina til Hveragerðis, en þá slökktum við á því.  Held að ég viti upp á mig klaufaskapinn.  Tækið er sem sagt í fínu lagi en eigandinn ekki.

Ég skrifaði nú ekki mikið um skaupið um daginn.  Átti ekki til orð.  Víkingur bróðir skrifaði heldur ekki mikið. Bara nokkur orð.  En Staksteinar Morgunblaðsins vitnaði samt í okkur báða 3. janúar.  Hehehe.

Að rota jólin merkir, eftir því sem ég best veit, að kveðja þau með myndarlegri veislu á síðasta degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband