Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Upp með sokkana
Veðrið er ótrúlegt. Við Kristín fórum í röskan göngutúr nú í kvöld. Það er logn og hiti við frostmark. Norðurljósin í öllu sínu veldi og stjörnurnar. Gerist ekki betra.
Eftir rúma viku ætla Þórólfar að hittast og byrja að plana og hugsa um ferðir sem verða farnar í sumar. Ég er með nokkrar hugmyndir að stuttum en skemmtilegum ferðum. Hef verið að lesa Bíl og bakpoka eftir Pál Ásgeir. Stefnum á Esjugöngu og hitting í kjölfar hittingsins. Ég hlakka til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.