Helgafell, hjól og ganga - gúmmíkall

Mér finnst jafn gaman að hjóla og mér finnst leiðinlegt að (reyna) að skokka, þess vegna ákvað ég að kanna hvernig þetta tvennt færi saman.  Um leið og við komum heim eftir vinnu tók ég fákinn út og skellti mér á skeið.  Leiðin lá upp í Kaldársel.  Þar var hjólið tjóðrað við girðingu og strunsið tekið í átt að Helgafellinu.  Ég viðurkenn að ég hljóp nú ekki mikið, rétt aðeins við fót.  Ég fór upp gilið og vel upp fyrir miðjar hlíðar.  Lét það duga.  Á heimleiðinni spretti ég aðeins úr spori og "hljóp" aðeins.  Hjólaði svo eins og upptrekktur apaköttur alla leiðina heim.  Samtals urðu þetta sléttir 20 kílómetrar, rúmir átta upp í Kaldársel, tæpir tveir á Helgafellið. Og svo til baka. Kalla þetta tvíþraut - eða gúmmíkall til aðgreiningar á járnkalli, sem er náttúrulega ALVÖRU - ALVÖRU.  Þetta var ágætis útivera.

Þegar heim kom var ég hungraður eins og úlfur og graðkaði í mig ostapasta að hætt hússins.  Át þó ekki alveg á mig gat, en næstum því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband