Þriðjudagur, 26. desember 2006
Jólin í stuttu máli
Jólin okkar voru góð. Aðfangadagskvöld var hefðbundið. Eftir pakka og nokkur þakkarsímtöl röltum við okkur yfir til mömmu. Sátum og spjölluðum þar í smá stund og stungum okkur svo aftur heim og höfðum það gott. Í gær, jóladag, sváfum við vel út. Fórum svo seinnipartinn í hangikjötið á Stokkseyri. Það var gott.
Í dag var annaníjólumganga Þórólfs. Helgafellið líkt og svo oft áður. Notaði tækifærið og prufaði nýja GPS tækið sem mín elskuleg var svo góð að gefa mér í jólaogafmælisgjöf. Var reyndar ekki búinn að setja kortið í tækið, en engu að síður varð ég að reyna græjuna. Ekkert smá ánægður með stykkið. Eftir gönguna var farið til mömmu á Hringbrautina. Gengum í kring um jólatré og snarbilaður jólasveinn kíkti í heimsókn. Spurning af hvaða deild hann hafi stungið af.
Vinna á morgun. Mikið að gera.
Athugasemdir
jólasveinninn var þokkalega frábær! spurning um að leggja þetta fyrir sig? ekki það að ég sé að gefa í skyn að þú hafir eitthvað með umræddan jólasvein að gera
Víkingur / Víxill, 28.12.2006 kl. 00:16
hehehe... ertu að bjóða fram partner?
Heiðar Birnir, 28.12.2006 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.