Fimmtudagur, 21. desember 2006
Allt er þetta frekar aumt
Ég á það til að bíta eitthvað í mig og það fast. Sem dæmi má nefna að Ingvar Helgason hf. hefur auglýst, núna fyrir jólin, einhver bílatilboð sem er svo sem allt í lagi, en klikkja svo út með því að misþyrma laginu, Göngum við í kring um. Miklar eynaskemmdir. Ég hef heitið því að kaupa ekki bíl hjá þeim. Enda held ég að ég geti vel staðið við það - við erum ekki að fara í bílabissnes á næstunni. Eins held ég áfram andstöðu gegn KFC. Skelfingar ómeti, og vond þjónusta þar á bæ.
Umræða um Kompás þáttinn tröllríður öllu um þessar mundir. Ömurlegt ef satt er að forstöðumaðurinn hafi notfært sér traust skjólstæðinga sinna.
Það eru nokkrar spurningar sem vakna. Er rétt hjá umsjónarmönnum þáttarins að greiða fyrir heimildirnar? Það finnst mér rýra dálítið trúverðuleika þeirra. Einnig finnst mér frekar furðulegt, já og aum kynningarbrella, hvernig Stöð 2 auglýsti upp, setti hann seint á dagskrá og ítrekuðu að atriði í honum væru gróf og ekki ætluð börnum. Daginn eftir var hægt að horfa hann á visir.is. Og til að klára þetta í eitt skipti fyrir öll, af hverju var þátturinn sýndur núna, viku fyrir jól. Hefði ekki verið hægt að bíða í tvær til þrjár vikur? Það tók víst þrjá mánuði að gera hann. Það hefði mátt nota tímann til að vinna hann enn betur, og slípa það sem miður fór?
Ég endurtek - ef það er rétt sem fram kom í þættinum er það ömurlegt - er samt ekki réttara að kæra þetta og koma í réttan farveg.
Og til hamingju Ísland. Dýrasta land Evrópu. Húrra, húrra, húrra, HÚRRAAAA. Hvernig eru launin okkar í samanburði við aðrar þjóðir? Ég held að myndin skekkist enn frekar þegar/ef það er skoðað í samhengi við dýrtíðina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.