Ég rćđ ţessu öllu

Ég er sérlega lukkulegur međ vinnustađ og vinnufélaga.  Fólkiđ sem ég vinn međ er upp til hópa snillingar.  Sem skemmtilegt dćmi má nefna ađ á föstudagsmorgnum kveikir einn vinnufélaginn á Rás 1 stundvíslega klukkan níu og óskastund Gerđar G. Bjarklindar fćr ađ hljóma.  Ţađ kemur yfir mig einhver nostralgía, ţetta eru lögin sem mađur heyrđi í óskalagaţáttum sjómanna og sjúklinga ţegar mađur var púki á vestur á Ísafirđi.  Ţá var ekki búiđ ađ finna upp Rás 2 eđa Bylgjuna.  Í fyrstu var ég ekki viss hvernig ég ćtti ađ taka ţessu - en í dag er ţetta ómissandi.  Um daginn ţá var ţessi vinnufélagi minn í fríi, en ţá voru ađrir sem hlupu undir bagga og Gerđur G. hljómađi sem aldrei fyrr.

Á ţessum tíma, í kring um jólin, á mađur til međ ađ láta hugann reika aftur í tímann.  Jólin á Ísafirđi og jólin í Djúpinu.  Ţau voru eiginlega best og mest jóla.  Síđustu ár er mađur samt ađ upplifa jólin upp á nýtt í gegn um kútinn.  Hann er reyndar poll rólegur yfir ţessu og er ekkert ađ kippa sér upp viđ ţetta stúss.  Jólin koma.  Viđ vorum ađ reyna ađ veiđa hann í kvöld hvađ honum langađi í jólagjöf.  Einhverjar hugmyndir fćddust.

Vikan hjá mér í rćktinni er ţrek og úthald.  Engar lyftingar heldur skal tekiđ á ţvi á skíđavélinni eđa bretti.  40 mínútur lágmark, sex daga í röđ.  Ţađ verđur lyft í nćstu viku. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjánsdóttir

Harkan í ţér gutti.
Vikan hjá mér er svona meira ađ fara í smáköku- og pizzuát:-S

Kristjánsdóttir, 15.12.2006 kl. 01:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband