Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Þorskur à la maison
Ég sá matreiðsluþátt um daginn. Þar var boðið upp á gómsæta fiskrétti. Ég lét heillast af því sem eldað var. Svo ég þurfti að láta reyna á, breytti og bætti.
Þorskur úr austri.
Fyrir þrjá, tvo svanga og eina minna svanga.
7-800 gr. vænn þorskhnakki, skorinn í steikur
1/2 búnt kóríander, gróft saxað
6 væn hvítlauksrif fínt saxað (eða einn lítill hvítlaukur)
1 chillí, fínskorið
5 cm bútur af engifer, rifið niður með fínu rifjárni
2 challottu laukar, fínt saxaðir
tvær vænar skvettur af góðri sojasósu
Maldon salt og pipar
Isio 4 olía til steikingar
Hrísgrjón og gott salat sem meðlæti.
Olía er snarphituð á pönnu. Steikurnar steiktar á annarri hliðinni í eina mínútu. Kryddað með salt og pipar (Maldon) snúið við og öllu (fyrir utan kóríander) makað á fiskinn. Snúið aftur eftir ca. þrjár og hálfa mínútu. Soja sósunni helt yfir, kóríanderinn skellt á pönnuna þar á eftir og lok þar á eftir. Látið steikjast (malla á háum hita) í 3-4 mínútur.
Borið fram með góðu salati og hrísgrjónum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.