Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Hann er með fínan stíl og ætti ekki að halda aftur af sér
Það blundar í'onum villidýr sem hann hefur hamið allt of lengi. Þurrprumpulegt starf í allt of langan tíma hefur líka gert hann viðskotaillan og ferlega þreyttan á öllum þessum helvítis fokking fokk bömmer sem tröllríður öllu, en hann getur ekki með nokkru móti komið auga á. Þar að auki hefur hann ekki lagt í vana sinn að hlaupast undan verkum sem hann hefur tekið að sér, jafnvel þó svo að flestir, ef ekki allir (fyrir utan nokkra helbláa og innmúraða), telji hann eiga að sjá sóma sinn í að hætta, enda dagsverkið orðið miklu meira en nóg.
Stíllinn er leiftrandi, meitlaður og beittur. Hann leyfir villidýrinu í sér að spretta fram og sýnir á áhrifamikinn hátt mátt sinn og megin. Honum tekst að byggja upp spennu sem nær hámarki á réttum stað, endirinn er þó frekar fyrirsjáanlegur.
Það vildi ég að Davíð væri bloggari. Þá fengjum við væntanlega að lesa bombur frá honum sem sem væru almennilegar og virkilega krassandi.
Athugasemdir
Næturbloggarinn Össur er líka fínn stílisti og skemmtilegur þegar hann vakir frameftir og það er eitthvað fleira á skrifborðinu en bara lyklaborðið.
Ætli bréfritarnn sem þú talar um hafi skrifað að næturlagi eins og Össur?
101 (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.