Laugardagur, 24. janúar 2009
Sameiningartákn þjóðarinnar, my ass
Ég hef verið að velta því fyrir mér annað slagið síðustu vikur, hvar forseti okkar, sameiningartákn þjóðarinnar, hefur haldið sig í þeim þrengingum sem á okkur dynja.
Ef einhveratíma hefur verið þörf fyrir að einhver komi fram og vinni í því að sameina þjóðina, peppa hana almennilega upp er það núna. En þá heyrist hvorki hósti né stuna frá Bessastöðum.
Það eina sem við heyrum af forsetanum er að það eigi að lækka launin hans um einhverjar krónur. Þýðir það minnkað starfshlutfall? Hefur ekki tíma í að vinna fyrir fólkið sem hann segist vera sameiningartákn fyrir?
Eftir að hafa rennt lauslega yfir upptalningu á heimasíðunni www.forseti.is er ég algjörlega sannfærður að við höfum ekkert við þetta embætti að gera. Hægt væri að sameina þetta einhverju ráðuneytinu, til dæmis umhverfis, og spara þannig hellings pening og á sama tíma fengjum við mun meira út úr því.
Hvað hefur Ólafur Ragnar Grímsson gert sem forseti Íslands sem við erum stolt af og ánægð með?
Athugasemdir
Það er í lagi með embættið sem slíkt. Svona umræða fór ekki fram þegar Kristján og Vigdís gengdu því.
Megum ekki falla í þá gryfju að staðan sem slík sé ónýt þó rangur maður gegni henni.
En svona eru Íslendingar í dag. Þeir völdu og völdu og völdu og völdu.
Fjórum sinnum sem gera 16 ár.
Næst er að vanda valið og þannig er það um fleira.
Er ekki verið að ræða um að stofna "nýtt lýðveldi" kannski í öðru landi?
Menn eru að átta sig á því að síðustu 17 árin hefur þingið þróast í að verða afgreiðslustofnun forsætisráðherra og annarra ráðherra. Hvur skyldi nú hafa komið þessum sið á og hver hermir eftir og hverju er menn farinir að venjast.
Svona var þetta ekki. Það er ekki víst að dugi að breyta um form á lýðræðisstofnunum ef mennirnir eru ekki bertri en þetta sem við veljum til að gæta þeirra.
Það sem Ólafur hefur gert fyrir þjóð sína: Jú. Hann kynntist konunni sem sagði: "Ísland er stórasta land í heimi". Setning sem þjóðin gleymir aldrei.
101 (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.