Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Höfðatalan
Samkvæmt höfðatölunni margfrægu eru fallegustu konur heims frá Íslandi.
Samkvæmt þessar sömu höfðatölu eru sterkustu karlarnir frá Íslandi.
Samkvæmt einhverjum blabla tölum erum við hamingjusamasta og besta fólk í heimi.
Samkvæmt höfðatölunni mótmæla flestir hér á Íslandi. 6000 manna hópur sem kemur saman á Austurvelli á hverjum laugardegi samsvarar sex milljón manns myndu safnast saman fyrir framan þinghúsið í Washington og mótmæla. Ég er sannfærður um að þingheimur þar tæki eftir því þar. En hér á landi láta þingmenn eins og ekkert sé.
Ráðherrar hafa lýst undrun sinni á því að svona lagað (róstur og ólæti) skuli eiga sér stað hér á ÍSLANDI. Ráðherrar og þingmenn gapa af undrun yfir því að fólk skuli vera rótækt og sé að gera eitthvað. Ef við tækjum höfðatöluna margfrægu inn í þetta kæmi það mér ekkert á óvart þó mótmælin yrðu enn kröftugri en hingað til.
Erum við ekki bara eins eins og allt annað fólk. Þegar mælirinn er fullur þá brestur stíflan. Þessi læti eru bein afleiðing af því sem undan er gengin.
Því miður þá er allsstaðar hægt að finna fólk sem vill ganga aðeins lengra og allsstaðar er hægt að finna fólk sem vill eyðileggja. Það nýtir sér tækifærði núna. Því miður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.