Laugardagur, 10. janúar 2009
Einum Íslendingi þykja þessi fjöldamorð bara hið besta mál
Gísli Freyr Valdórsson, ungur og efnilegur frjálshyggjumaður fer mikinn þessa dagana við að gera lítið úr þeim sem mótmæla fjöldamorðum Ísraelsmanna á saklausum íbúum á Gaza.
Af sinni alkunnu kaldhæðni dregur hann dám af fólki og hæðir það með beittu bloggi sínu.
Eins yfirlýsingaglaður og hann er er ekki annað hægt en að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að að hann sé fylgjandi þessum fjöldamorðum og sé svarinn andstæðingur íbúa Palestínu.
Ísraelar vara við árásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Endilega ekki blanda frjálshyggjunni í þetta. Hún kemur þessu ekkert við. Ég er frjálshyggjumaður en samt fyrirlít ég aðgerðir Ísraela sem og Hamas.
Gulli (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:16
Vert að nefna Vilhjálm Örn, sem raunar býr í Danmörku. Ekki má heldur gleyma Gunnari í krossinum og Snorra í Betel og alla þessa vitfirrtu kristnu Síonista, hér á blogginu og víðar, eins og Aðalbjörn ofl. Það er sammerkt með þessu fólki að það hefur ekki hugmynd um hvað gyðingar eru eða hvaða sögulega og siðferðislega samhengi liggur að baki, hvaðan Zionistar koma og hver tilurð þeirra var. Þeir vilja heldur ekki heyra þann vonda sannleik. Hatursvaðall gegn aröbum er vel liðinn hér á mbl., en þeir sem gagnrýna morðin eru kallaðir gyðingahatarar. Menn eru bannaðir hægri vinstri hér fyrir að tjá sig "vitlaust" um þetta. Nú verður að fara að sporna við.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2009 kl. 19:19
Gulli. Heldur þú að þetta sé alveg óviðkomandi Neo Conservatívu mafíunni í USA? Af hverjum samanstendur sú hreyfing hinnar tvískiptu hollustu? Lestu þig til vinur og komdu svo aftur.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2009 kl. 19:31
Jón Steinar, frjálshyggja hefur ekkert með íhaldsemi að gera, þó svo fólk virðist oft vilja líma þetta leiðindarorð við það. Íhaldsfólk er ekki frjálshyggjufólk. Og endilega hættu þessum skítköstum, þau styrkja mál þitt ekkert.
Gulli (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:41
Hvernig í ósköpunum á að blanda pólitík í þessa umræðu !
Það er einnig í raun fáránlegt að blanda trúarbrögðum eða skoðunum inn í þessa umræðu !
Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er það sem allir eiga að einbína á
Kristján Þór Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.