Mótmæli

Ég er ekki dúer, frekar meira svona þínker.  Ég hef viðrað það að mótmæla kröftuglega fyrir utan sendiráð Breta hér á landi.  Mótmæla því að á okkur hafi verið sett hryðjuverkalög og fjármunir Íslendinga frystir þar í landi.  Meðal annars eru fjármunir fiskútflytjenda frystir þar ásamt öðru.  Þeir og þau sem ég hef rætt um þessa hugmynd mína hafa öll dregið úr þessu.  Ekki þótt það málefnalegt af okkur að ónáða breska sendiherrann þannig.

Í dag voru fjölmenn mótmæli við sendiráð okkar í Brussel.  Þar þykir það alveg sjálfsagt að mótmæla við sendiráð. 

Ég er ánægður með þau kröftugu mótmæli sem fram fara á Austurvelli núna - en ég hefði viljað sjá allt það fólk sem þar er samankomið ganga fylktu liði að sendiráði Breta og mótmæla þar kröftuglega þeirri yfirgengilegu valdníðslu sem þeir hafa sýnt okkur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnlaugur Helgason

Algerlega sammmála !

Arnlaugur Helgason, 17.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband