Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Björn Bjarnason, Björgólfur Gumundsson og Davíð Oddsson
Mér þótt Björgólfur komast heldur illa frá viðtalinu í Kastljósinu nú í kvöld. Og raun er grátlegt að heyra í hve mikilli afneitun hann er.
Hann endaði svo viðtalið með því að segjast ekki vita hvoru megin striksins hann lendir. Vera ekki viss hvort hann sé í skuld eða ekki.
Hann hræðist það heldur ekki, hefur marga fjöruna sopið. Eins hljóti hann að geta fundið sér eitthvað að gera... vinna við einhver góðgerðamál og svoleiðis... örugglega fínt upp úr því að hafa.
Mynd: news.bbc.co.uk
Björn Bjarnason er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, en ég kíki annað slagið á bloggið hans, líkt og annarra. Um daginn rifjaði hann upp viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing. Það sem mér þykir einna merkilegast við þetta er að blaðamenn í dag eru að láta ráðherra, sem ég hélt að hefði meir en nóg að gera, koma með almennileg skúbb á meðan þeir pjakkast í sama farinu. Eða kannski hentar ekki að rifja þetta upp? ég veit það ekki en tek mér bessaleyfi að birt það. Vona að mér verði fyrirgefið:
Eðlilegt er, að víða sé leitað fanga, þegar reynt er að skýra það, sem hér hefur gerst. Þekkingarvaldið byggist ekki síst á titlum þeirra, sem við er rætt, hvort heldur þeir starfa hjá háskólum eða greiningardeildum bankanna. Sú spurning vaknar miðað við allt, sem á hefur gengið, hvort þessir titlar eða tengingar við einstaka stofnanir dugi lengur.
Einn þeirra, sem hefur látið að sér kveða á eftirminnilegan hátt, er Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, sem bæði kennir við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Jóhann Hauksson á dv.is ræddi við hann 17. nóvember 2007 og þá birtist þetta á dv.is
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng, segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.
Í viðtali Jóhanns við Guðmund stendur meðal annars:
Laffer hélt því fram á fyrirlestri hér á landi fyrir helgina að erlend skuldasöfnun og mikill viðskiptahalli væri ekkert vandamál. Hvað segir þú um það?
Þetta er bara það sem ég hef sagt í mörg ár. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum um illkynja og góðkynja viðskiptahalla. Það er ekkert að því að almenningur og fyrirtæki taki lán í útlöndum og myndi viðskiptahalla og erlendar skuldir. Einstaklingar og fyrirtæki telja vitanlega að lánið gefi meira af sér en sem nemur vöxtunum sem greiða þarf af lánunum. Er ekki allt í lagi að einstaklingar og fyrirtæki dragi hingað erlent fjármagn til að láta það vinna hér á landi? Svo er hitt að fari fyrirtæki á hausinn þá er það ekki vandamál alls þjóðfélagsins heldur viðkomandi fyrirtækis og erlendra lánardrottna.
Er skárra að lána einstaklingum og fyrirtækjum en ríkinu?
Skuldasöfnun ríkisins er miklu hættulegri vegna þess að ríkið hirðir ekki í sama mæli um að taka lán til arðbærra hluta. Skuldsett ríki er hættulegt því það hefur tilhneigingu til að velta vandanum yfir á almenning með aukinni verðbólgu.
Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?
Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng.
Einu sinn, fyrir löngu, var ég mikill Davíðskall og fylgjandi sjálfstæðisflokknum, en ég tel mig, sem betur fer, hafa þroskast. Ég er á því að hann ætti að segja af sér sem bankastjóri ásamt hinum bankastjórum seðlabankans, þó ekki sé nema bara til að skapa ró um bankann. En er ekki rétt að halda þessu til haga?
Athugasemdir
Mér fannst Björgólfur góður en spyrjandinn klifaði á spurningum sem voru ekki upplýsandi. Það er t.d. ekkert upplýsandi að marg spyrja Björgólf hvort hann beri ábyrgð að ekki og grípa fram í frásögnum hans til þess. - Það er hinsvegar upplýsandi þegar hann greinir frá efnislegum staðreyndum um samskipti sín við stjórnvöld og aðra þátttakendur og banka.
Svo má að spyrja stjórnvöld og aðra banka um samskipti þeirra við Björgólf og aðra leikendur atburðanna og þannig fáum við heildar myndina.
Það getur verið mjög upplýsandi að leyfa hverjum þáttkanenda að afsaka sig og skýra sinn hlut eins og þeir vilja þar sem þeir greina þá fram atburðum og aðkomu hinna hver um sig. - Það er miklu meira upplýsandi en að klifa á „berð þú þá enga ábyrgð?“ hvort sem svarið yrði „jú, jú“ eða „nei, nei“ þá erum við engu nær, það er ekki efnisatriði.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.11.2008 kl. 21:32
Sæll Helgi.
Björgólfur var pollrólegur og yfirvegaður - og ekkert að láta Sigmar, sem gjarnan hefði mátt vera með hálsbindi og svolítið snyrtilegri, æsa sig upp.
Vissulega er fínt að heyra hans hlið á málinu - en það er líka hans hlið. Í viðtali við Björgólf yngri fyrir nokkru síðan sagði hann að Landsbankinn hafi þurft einhverja hundruð milljarða króna lán, svona rétt til að klára dæmið við Breta - en í viðtalinu í kvöld var það orðið að gjaldeyri fyrir íslenska krónu sem þeir áttu víst nóg af. Sem sagt hans hlið á málinu.
Ég vona að sjálfsögðu að hann hafi rétt fyrir sér, að eignir bankans dugi fyrir skuldunum.
Vissulega er hægt að fabúlera fram og til baka um allt þetta mál, og það verður gert á meðan engin almennileg svör verða gefin.
Heiðar Birnir, 13.11.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.