Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Adam og eplið
Ræktin og heitur pottur eftir vinnu. Tók ekki 110% á því - en dútlaði ekki heldur. Eftir kvöldmat var svo brunað á hótel Nordica á Fjallamyndasýningu Útiveru. Hún var ágæt. En ég hélt ekki út allan tímann. Nennti því bara ekki.
Ég er aðeins byrjaður að velta fyrir mér göngum næsta sumar. Mig dauðlangar á Hornstrandir og Jökulfirði. En einnig langar mig til að ganga Laugaveginn aftur. Svo eru aðrir staðir sem manni langar til að kanna. Það er fínt að nota veturna til að láta sig dreyma.
Það er búið að rífa ljósanetið sem var utan um jólatréð á Reykjavíkurveginum. Tréð leit út eins og geilsavirkur kúkur ofurrisaeðlu. Ferleg ómynd. Vonandi verður bara einföld sería sett á það.
Það lítur út fyrir að jólin séu á morgun. Vonandi að maður sofi ekki yfir sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.