Rorrandi skorrandi

Annar dagur í leiðindum. 

Ég svaf frekar lítið síðustu nótt.  Það var á tímabili eins og hausinn væri að springa.  Hann gerði það ekki, sem betur fer.  En það var betra að sitja uppréttur og hnerra eins og vitleysingur en að liggja útaf.  Mér tókst þó að sofna seint og um síðir.  Vaknaði svo um klukkan sjö og vakti betri helminginn datt svo út aftur um hálf átta og rumskaði ekki fyrr rétt fyrir ellefu.

Svo hefur dagurinn farið í það að vafra á netinu, dorma í sófanum, lesa Draumalandið, dorma í rúminu og annað álíka áhugavert.

Ég hafði hugsa mér að setja svona veikindamynd af mér hingað, en gat ekki fengið mig til þess.  Útlitið mitt var fjórfalt verra en vanalega og því gat ég ekki lagt það á nokkurn mann að sjá þessi ósköp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði bara að óska þér til hamingju með nýja bloggið, Ég er búinn að uppfæra linkinn hjá þér.

Kv frá Bergen

Ingþór (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband