Föstudagur, 11. júlí 2008
Hjólreiðar og Hornstrandir
Lagði að baki rúma 80 kílómetra þessa vikuna í að hjóla í vinnuna og heim aftur. Alveg sáttur við það. Í næstu verður væntanlega stúss alla daga eftir vinnu þannig að það verður lítið um hjólatúra. Svo förum við náttúrulega á Hornstrandir nk. fimmtudag.
Það var Hornstrandafundur í gær. Fólk er upprifið og spennt - en það er ekki alveg komið á hreint hvað við verðum mörg. Lítur út fyrir að við verðum færri en vanalega. En það kemur í ljós. Hluti Þórólfa er að fara norður í dag til að taka þátt í Glerárdalshringnum - 24x24. Þau koma svo til baka á sunnudag og svo rjúkum við norður á Strandir á fimmtudag. Töff dagar framundan.
Á tíma hjá tannlækni í dag... ekkert spenntur fyrir því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.