Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Já... Júróvísíon
Ég hef verði með óformlega spurningakeppni í vinnunni, heima og meðal kunningja. Ekkert flóknar spurningar en svörin hafa látið á sér standa.....
Fyrri spurning er:
Getur þú raulað viðlagið hóhó laginu sem tók þátt í júróvísíon.
Oftar en ekki getur fólk raulað það með léttum leik og það er greinilegt að lagið er grípandi.
Seinni spurningin er:
Getur þú raulað viðlagið í laginu sem vann.
Þar kemur maður að tómum kofanum. Fólk stamar og stynur og vefst tunga um tönn. Ég hef þá laumað að aukaspurningu; Veistu hvað lagið heitir sem vann keppnina hér heima. Fólk fer alveg í klessu og getur ekki svarað. Það er kannski ekkert skrítið. Lagið er leiðinlegt, alls ekki grípandi.
En þetta er bara létt pæling á miðvikudagsmorgni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.