Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Nú er tuðblaðran þanin
Ég skrapp í Bónus í gær. Ég var ekkert að stressa mig, tók þessu rólega og skoðaði mig vel um.
Meðal þess sem var á innkaupalistanum var rækjusalt. Inni í kælinum renndi ég yfir úrvalið. Það voru 3-4 tegundir í boði. Meðal annars frá Salathúsinu, Kjarnafæði og Bónuss. Þar sem dýrtíðin er að tröllríða öllu leit ég ósjálfrátt á verðmerkingarnar. Allt voru þetta 200 gramma dósir. Bónussalatið var 20 krónum dýrara heldur en hinar tegundirnar. 12% dýrara.
Vissulega er frjáls álagning og vitanlega ráða Bónuskallarinn og kellingarnar hvað þau leggja á vörurnar. En það er einhvernvegin stimplað inní fólk að það sem er merkt Bónuss sé, eigi, hlýtur að vera, getur ekki annað en verið ódýrara en sambærileg vara. Eða er þetta bara vitleysa í mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.