Fór hann yfir strikið?

Ef ég á að segja eins og er þá held ég að Össur Skarphéðinsson hafi skrifað það sem margir hafa hugsað, þegar hann tjáði sig um pólitísk endalok Gísla Baldurssonar.  Hann fór svo sem ekkert fínt í það, enda ekki hans stíll.  Lýrískari og myndrænni texti er vandfundinn, en fyrir vikið þá hafa spjótunum aldeilis verið beint að honum og margir tjáð sig.  Það er líka bara fínt. 

Hitt er svo annað mál að svokallað aumingjafylgi hefur löngum verð nokkuð sterkt.  Það kæmi mér ekki á óvart að Gísli myndi sópa að sér, þó ekki væri nema nokkrum atkvæðum út á það hvað Össur var nú vondur við hann.  

Ég má ekki til þess hugsa að Gísli Marteinn hætti í pólitík.  Þar á hann heima og á meðan birtist hann minna á skjánum.

Fór Össur yfir strikið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband