Hornstrandir 2008

Sökum sérlegrar flensu frá seinnipart fimmtudags hef ég gert fátt annað en snýtt mér, vafrað á netinu og sett saman göngupælinguar sumarsins.

Hér er hugmynd að hornstrandagöngunni:

Dagur I – fimmtudagur 17. júlí 2008
Siglt frá Bæjum á Snæfjallaströnd í Hornvík.  Tjaldað og gist að Höfn.

Dagur II – föstudagur 18. júlí 2008
Gengið úr Höfn í Hornvík yfir í Rangala í Lónafirði.  Farið er um Rangalaskarð sem liggur í einhverjum 600 mys.  Meðal Hornstrandafara er það talið nokkurt manndómsmerki að fara þetta skarð sem er hið hæsta af fjallaskörðum Hornstranda.  Þetta er um 12-13 kílómetrar.

Dagur III – laugardagur 19. júlí 2008
Frá Rangala göngum við út með Lónafirði að Kvíum og skoðum okkur þar vel um.  Því næst göngum við yfir Kvíafjall (480 mys).  Við göngum niður Bæjardal og að bænum Steig í Veiðileysufirði.  Þar í grendinni finnum við okkur tjaldstæði og eyðum nótt.

Dagur IV – sunnudagur 20. júlí 2008
Tökum daginn snemma og göngum inn í botn Veiðileysufjarðar.  Þegar fyrir botninn er komið komum við að forvaði við fjallið Lónhorn.  Ekki verður farið það nema á rúmlega hálfföllnu.  Eftir því sem ég best veit þá er háfjara þar um klukkan þrjú síðdegis, þannig að við höfum tíma frá tvö til c.a. fimm til að fara þar fyrir.  ÞETTA ÞARF AÐ KANNA BETUR.  Þaðan er síðan stutt að lítilli eyri sem heitir Meleyri, þar ku vera tjaldstæði og kamaraðstaða.  Þessi dagur er stuttur í kílómetrum, en við verðum að klöngrast í fjöru og vaða dálítið.  Þannig að það er eins gott að vera sæmilega vaðskóaður.

Dagur V – mánudagur 21. júlí 2008
Dálítið löng ganga frá Meleyri upp á Vatnalautafjall, stefnum þar á Kjaransvíkurskarðið, sem við þekkjum frá annari ferð okkar á þessar slóðir.  Þar komum við inn á slóðina á Innri-Hesteyrarbrúnum sem við fylgjum sem leið liggur til Hesteyrar.  Þar munum við væntanlega slá upp Þórólfsgrillveislu. 
Samvkæmt grófum mælingum er þetta 50-55 kílómetra vegalengd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Þetta er skemmtilegt plan og lítur vel út. 

Stefni á að vera komin í nógu góða þjálfun til að verða "gestagönguhornstrandarfari" með Þórólfum á næsta ári.  Vonandi er flensan farin að skána.   kv Birgitta

Húsmóðir, 6.2.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Setur þú ekki markið á þessa ferð???  Það er dálítið í hana ennþá.

Heiðar Birnir, 7.2.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Húsmóðir

Svona miðað við afspyrnulélegt form, allt of mörg aukakíló og ráðstöfun á sumarfríi þá þykir mér raunhæft að stefna á næsta ár.  En takk samt, ég tek þessu þannig að þú munir samþykkja umsóknina þegar hún verður formlega lögð fram !

Húsmóðir, 9.2.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Formaðurinn leggur blessun sína yfir hverja umsókn.  Ég skal aftur á móti leggja til meðmæli í ljósi venslatengsla. 

Heiðar Birnir, 10.2.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband