Upp með sokkana

Ræs klukkan 05:50.  Frekar erfitt að koma sér á fætur eftir að hafa átt erfitt með að sofna - og sofið hálf illa í nótt.  En ekkert vol eða væl.  Upp, upp og áfram með smjörið.  Var mættur fyrir utan ræktina rétt rúmleg sex, allt svart ekki búið að opna.  Beið í rúmar tuttugu mínútur áður en ég ákvað að taka smá rúnt.  Kominn aftur rétt fyrir hálf sjö og var þá búið að opna.  Flýtti mér inn og náði að taka röskar 35 mínútur í brennslu, en hafði ætlað mér lengri tíma - eða allt að 50 mínútur.  Það verður bara lengra næst.  Á morgun verður lyft.

Miðað við snjókomuna síðustu daga geri ég ráð fyrir að Þórólfar breyti eitthvað um göngu um næstu helgi.  Ætli það sé ekki of þungfært á Henglinum fyrir græjulítið fólk.  En ef það væri ekki tími núna til að koma sér á gönguskíði þá ... 

Búinn að hengja upp mynd af Glerárdalshringnum hjá mér.  Það styttist í'ann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband