Miðvikudagsmorgunn

Það var fínt að eiga frí í morgun í ræktinni.  Ég var útsofinn þegar ég vaknaði klukkan hálf átta, mikill munur á þeim tíma og 05:50.  Í gær tók ég vel á því og pumpaði all rækilega.  Finn örlítið fyrir því.  Dálitlir strengir í manni.

Við erum byrjuð að undirbúa ættarmót Árbakkaættarinnar sem haldið verður nú í sumar, búið að negla niður dagsetningu og stað.  Eins erum við að koma heimasíðu í gagnið.  Þá er nú þetta farið að rúlla.  Nú förum við að finna til og pæla í hvað verður um að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband