Sunnudagur, 1. apríl 2007
Svona að endingu - og í upphafi
Það var merkilegt að heyra á kosningakvöldinu, forstjóra Alcan á Íslandi segja að kosningabaráttan ,,hafi á vissan hátt verið ósanngjörn". Ég tók nefnilega einmitt eftir því líka.
Annarsvegar var Alcan með upplýsingamiðstöð í Firði. Fjölmiðlafulltrúa, kosningateymi, heilsíðuauglýsingar dag eftir dag í blöðum, útvarpsauglýsingar, úthringingar. Ásamt því að halda úti heimasíðu. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan sagði að það væri bara alls ekkert óeðlilegt við það að fyrirtækið legði allt í sölurnar, það væri jú mikið undir. Samtök atvinnulífsins studdi Alcan með öllum meðölum. Meira að segja var framkvæmdastjóri félagsins mættur á kynningarfund Hafnarfjarðarbæjar til að tala máli Alcan. Orkufyrirtækin auglýstu mikið undir heitinu Samorka. Einnig hélt Hagur Hafnarfjarðar úti öflugu starfi, heimasíða ásamt því að vera með beinan áróður og auglýsingar, meðal annars heilsíðuauglýsingar í prentmiðlum svo sem Fjarðarpóstinum og Víkurfréttum.
Hinsvegar var Sól í Straumi. Félag húskarla og kerlinga. Heimasíða, auglýsingar (ég tók eftir þeim í Fjarðarpóstinum og Víkurfréttum) og kynningar, svo sem við Bónus. Framtíðarlandið beitti sér eitthvað síðustu vikuna.
Jú ég sé vissulega að kosningabaráttan hafi verið ósangjörn. Meira að segja mjög ósanngjörn. En ég bara sé ekki yfir hverju hún var að kvarta.
Niðurstaðan er ljós, þó litlu hafi munað. Núna höfum við góð spil á hendi. Við erum í forhönd... nú er bara að spila rétt út.
Athugasemdir
Er spilinu ekki lokið ?
ingthor (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 09:36
Það er bara búið að gefa
Heiðar Birnir, 1.4.2007 kl. 10:35
... alveg rétt... goddam...
Heiðar Birnir, 1.4.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.