Það er allt að fara til helvítis í Hafnarfirði...

... og fer þangað mjög hratt ef álverið fær ekki að stækka. Það er ekkert annað í stöðunni. Hafnfirðingar ættu strax að byrja að undirbúa flutninga til vesturheims.  Hafnarfjörður fer í eyði eftir 7-10 ár. Það er ekki til fólk í firðinum sem hefur kraft og áræðni. Nýsköpun er ekki til í bænum. Það eina sem hægt er að gera er að vinna í hjá álverinu, eða það sem er næst best, vinna hjá fyrirtæki sem á allt undir verksmiðjunni. Ég get ekki skilið annað af málflutningi Hags Hafnarfjarðar og Framkvæmdastjóra SA. Við förum til fjandans, beina leið. Hratt og örugglega ef ekki verður af stækkun.

Nei, fjandakornið, svona slæmt er þetta ekki. Í Hafnarfirði býr fólk með hugmyndir og kraft sem væri meira en tilbúið til að fara af stað og gera hlutina ef aðstæður og stuðningur væru fyrir hendi. Í Hafnarfirði og reyndar höfðuborgarsvæðinu öllu, búa frumkvöðlar sem eru tilbúnir þegar færi gefast og aðstæður bjóða upp á slíkt.  Þær aðstæður eru fyrir hendi núna. Í stað þess að leggja milljarða í virkjanir og niðurgreiðslu á raforku til álvera, væri leikur einn að veita fjármagni í nýsköpun og til að koma nýjum hugmyndum á koppinn.

Á fundi í Bæjarbíói í gær, fimmtudag, fór Vilhjálmur Egilsson mikinn.  Hann mærði Alkan í bak og fyrir og sagði það hreint út að Hafnarfjörður væri ekki það sem hann er í dag ef ekki væri fyrir álverið. Dálítið til í því en í dag er Hafnarfjörður svo miklu meira og býr yfir svo miklu, miklu meira.  Reyndar varð mér um og ó þegar hann fór að boða fleiri álver, í Húsavík og Helguvík.  Virkja meira og virkja ennþá meira.  Ég held að mörgum á fundinum hafi blöskrað.  Framfarir liggja í öðru en slíkum blautum draumum.

Sækkun álvers er ekki nein lausn, heldur mætti frekar líkja því við að pissa í skóinn sinn. Kannski hlýtt og notalegt í smá stund, en kalt og blautt til lengri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þagar ég keyri á morgnana úr Kópavogi til vinnu minnar í Straumsvík ek ég eins og Palli var einn í heiminum, en á móti alveg frá Kópavogshálsi og suður í Hafnarfjörð er tvöföld röð sem silast í átt til Reykjavíkur.  Hvert er allt þetta fólk að fara?

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurður Egill Þorvaldsson

Já, það er fáranlegt að bæta við öllum þessu nýju störfum og auka tekjur Íslands.

Sigurður Egill Þorvaldsson, 25.3.2007 kl. 03:15

3 Smámynd: Heiðar Birnir

Gaman að sjá atvinnu áróðursmeistara tjá sig hér á blogginu mínu, alveg hreint magnað.  Ég skil reyndar ekkert í kommentinu hjá honum, né hjá Agli.  En það skiptir örugglega engu máli.

Heiðar Birnir, 26.3.2007 kl. 14:26

4 identicon

Þetta kallast kaldhæðni Heiðar.  Ég kem niður á morgun og útskýri fyrir þér

Annars vil ég að þú útskýrir þessa fullyrðingu hér nánar:

"Stækkun álvers er ekki nein lausn, heldur mætti frekar líkja því við að pissa í skóinn sinn. Kannski hlýtt og notalegt í smá stund, en kalt og blautt til lengri tíma."

Kóngurinn (Snæþór) (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Heiðar Birnir

Þetta er nú ekki gráglettni hjá þeim Kópavogsbúum, nei, nei.  Frekar myndi ég kalla þetta fimmaurabrandara.

Ég held að ég þurfi nú ekkert að útskýra þetta nánar fyrir þér.  Þú ert svo meðvitaður um umhverfið þitt og svoleiðis samanber bloggið þitt um daginn.  Ef ekki skal ég pissa í skóinn þinn og þá áttar þú þig á þessu um leið. 

Heiðar Birnir, 29.3.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband