Miðvikudagur, 21. mars 2007
Jæja, þá er það byrjað
Áróður Alcan er kominn á fullt. Öllu til tjaldað. Samtök Atvinnulífsins fella stóra dóma um hvað Hafnfirðingar munu missa af og eitt það ömurlegasta við þetta allt er hvernig hlutlausri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er snúið, hún teygð og lítið gert úr henni. Það er dapurt að horfa upp á ofsagræðgi valta yfir það sem stendur svart á hvítu. Hlutlausta gangrýni.
Á fundi sem ég var á í gærkvöldi steig blaðafulltrúi Alcan í pontu og smelti því framan í fundarmenn að skýrslan væri bull. Fólkið í Hafnarfirði færi með rugl. Meira að segja þvertók hann fyrir að álverið yrði þrisvar sinnum stærra en það er er í dag. 480000/160000=3.
Mér er óglatt.
Örlítil viðbót, frétt á Rúv.is
Mér er meira óglatt.
Athugasemdir
Leiðinlegt að þér skuli vera óglatt. Er það bölvuð flensan ?
Mér er líka óglatt, borðaði yfir mig. kom við á leiðini heim úr vinnuni og tók með mér pizzu. Getur verið varasamt, þó að heilinn segi stopp fer græðgin alveg með mann og auðvita klárar maður matinn sinn.
kv Ingþór
Ingþór (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 18:43
segðu maður. það er líka ferlegt að vera blautur í fæturna.
Heiðar Birnir, 21.3.2007 kl. 22:37
Álverið stækkar í 460000 tonn og er 180000 sem gerir 2,55. Það er allt í lagi að fara með rétt mál.
Sigurður Egill Þorvaldsson, 25.3.2007 kl. 03:13
Úbbs. Takk fyrir ábendinguna, Þar varð mér örlítill fótaskortur. Bið þig forlást. En það má námunda upp í næstu heilu tölu... er það ekki?
Heiðar Birnir, 26.3.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.